Hann Allen Iverson er alveg sjóðandi heitur þessa dagana en í nótt skoraði hann 51 stig í mjög spennandi tapleik á móti Utah Jazz, annar leikurinn hans í röð þar sem að hann skorar +50 stig. Samkvæmt mínum upplýsingum er Iverson fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar yfir 50 stig tvo leiki í röð.
Ef að maður bara vitnar hér smá í nba.com
“It's a bad feeling. We had this one,” said Iverson, who became the first player in franchise history to have consecutive 50-point games.
Allavegana. Sixers og Iverson tóku á móti Milwaukee Bucks á laugardag. Liðin höfðu mæst nokkrum dögum fyrr þar sem að Philly vann naumlega, og 40 stig frá Iverson. Í þesssum leik gerði hann enn betur og skoraði 54 stig í mjög góðum sigri Sixers á Bucks.
Þetta var fjórði sigur SIxers í fimm leikjum eftir að hafa lent í skelfilegri taprinu, 6 tapleikir í röð. Ekki hitti hann bara vel heldur tók hann einnig 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. 17 af 29 skotum hans fóru ofan í.
Jæja förum þá í leikinn í nótt. Utah leiddi með 16 stigum í hálfleik. Ekkert stefndi í það að Philly kæmist aftur í leikinn en í lok þriðja leikhluta komust Philly 2 stigum yfir með flautu þriggja stiga körfu frá Kyle Korver, lengst utan af velli.
Hann byrjaði á því að setja tvo þrista í viðbót í byrjun fjórða og var munurinn orðinn 10 stig.
Þvímiður náðu þeir ekki að halda þessu og Utah unnu naumlega með 2 stigum, þrátt fyrir tilraun Sixers að jafna, og með Iverson villaðan útaf.
Iverson endaði leikinn með 51 stig, 7 stolna bolta og 6 stoðsendingar. 18 af 31 skoti.
Með þesssum tveimur leikjum kom hann sér úr fjórða sæti yfir stigahæstu menn í það fyrsta. 28,2 stig að meðaltali.
Ég þakka fyrir mig. Vildi bara vekja athygli á þessu.