Ef að leikmaður hættir þá á hann að öllu jöfnu EKKI að fara undan launaþakinu, t.d. James Worty hætti með Lakers en fékk borgað 2 tímabil í viðbót.
Eina leiðin fyrir lið að missa leikmenn undan launaþakinu er að fá sérmeðferð vegna veikinda (Boston Celtics og Vin Baker málið) eða Buy Out, þar sem í þessu tilfelli Raptors og Mourning myndu semja. Ég held að Mourning sé tilbúinn að gera það og semja á mjög góðum forsendum.
Ég skil ekki hvað NJ Nets voru að gera, nú eru þeir með þrjá MJÖG launaháa leikmenn í bakvarðastöðum og litlum framherja. Þá skortir hæð, styrk og ég held að það verði barist um hvert skot sem verður tekið.
Bæði Kidd og Carter eru með langa og mjög stóra samninga og báðir búnir að vera meiddir. Þetta gæti verið eitt af verri skiptum í langan langan tíma, bara ef maður skoðar launaþaks hliðina á málinu.
NJ Nets verður ekki Suns austursins, Suns hafa alveg 5 mjög sterka leikmenn, sem NJ hefur ekki.
Nets liðið hefur semsagt misst Aaron Williams, Eric Williams, Kerry Kittles, Alanzo Mourning, Kenyon Martin og fengið í staðinn 1 fyrstu umferðar valrétt og Vince Carter!
Hvað þessi draft pick þá hef ég tvær mismunandi heimildir, aðra sem kom eftir KMart skiptin í sumar:
“The breakdown of the future picks acquired by the Nets includes: Clippers 2005, protected 1-14 or 2006, unprotected: Philadelphia 2005, protected 1-8 or 2006, protected 1-5 or 2007, unprotected: Denver 2006, protected 1-5, 2007, protected 1-2, 2008, unprotected. ”
og hér er svo úr þessum skiptum:
“Many believe the reason Toronto pulled the trigger on this deal is for the two first round picks they will receive. One of the draft picks is Denver's first rounder in 2005, which is a top-three protected selection. The other, is Philadelphia's first round pick, which is top-eight protected in the 2005 lottery and top-five protected in the 2006 lottery. ”
Þannig að þetta eiga að vera góð pick.