Tveir leikmenn hafa verið teknir með Efedrín í blóðinu og eru báðir í úrvalsdeildinni. Annar er ákaflega efnilegur Haukamaður, Lýður Vignisson að nafni, kom hann frá Snæfelli.
Kristinn Friðriksson er hinn leikmaðurinn, leikmaður Tindastóls, fyrrverandi leikmaður m.a. Þórs og Keflavíkur.
Þetta er hneyksli fyrir íslenskan körfubolta sem hefur verið á þó nokkurri uppleið undanfarin tvö ár.
Einnig var fyrirliði kvennaliðs KR tekin, en hún er astmaveik og eru einhver ólögleg efni í því lyfi, sem er fáránlegt. Hún verður vonandi sýknuð.
Fyrsta brot við efedrín notkun hefur sjálfsagt ekki mikla refsingu í för með sér. Talað er um að þessir tveir aðillar hafi neytt Rip-fuel, sem er löglegt í Bandaríkjunum, en ólöglegt í flestum Evrópulöndum. Þetta efni á að auka þol og kraft, virkar örvandi á líkamann. Talað er um að þetta efni sé algengara en sagt er, ekki hef ég þó vitneskju af því.
kveðja
-Kamalflos