NBDL (national basketball depelopment league) sem er svona þróunardeild fyrir NBA eru núna komnir með nýjar reglur, þar sem þriggja stiga skot gilda ekki, þ.e. öll skot verða 2 stiga virði þó þau séu fyrir utan 3 stiga línuna, nema undir lok leiksins, þ.e. á síðustu 5 mínútum leiksins. Þannig að það er bara hægt að skora með þriggja stiga körfu á síðustu 5 mínútum leiksins.
Þetta er auðvitað alveg týpiskt fyrir USA og þessi regla minnir mikið á reglurnar í NFL (sem er mjög vinsæl í USA) og jafnvel er talið að forráðamenn NBA séu að reyna að bregðast við minnkandi vinsældum NBA. Til að bregðast við vandamálum þarf lausnir (breytingar á reglum) eða kraftaverk (ótrúlega vinsæla leikmenn eins og Jordan og Magic). Það hefur verið að sýna sig meira og meira að í NBA eru of mörg lið með engan metnað og engan áhuga og nokkuð oft eru körfuboltavellirnir nánast tómir. Einnig hefur körfuboltinn í NBA verið að breytast gífurlega á síðustu tugum ára. Leikmennirnir eru miklu sterkari og stærri, vörnin er skipulagðari, meiri svæðisvörn og undir körfunni er mun meiri snerting leyfð. Einnig eru sum lið alltaf meira og meira að einbeita sér að þriggja stiga skotum.
Í gegnum árin hafa mjög margar breytingar verið gerðar í NBA, t.d. þriggja sekúnda reglan (útaf því að menn eins og Chamberlain hengu undir körfunni og skoruðu að vild), 24 sekúnda skotklukkan (því lið með snögga góða dribblara gátu hangið á boltanum svo mínútunum skipti), þriggja stiga körfur leyfðar og þriggja stiga línan færð nær. Ég sé ekki rökin fyrir því að leggja niður þriggja stiga körfur og einhver útfærsla á henni með því að leyfa hana bara síðustu 5 mínúturnar er út í hött.
Það skondna í þessu öllu saman er sú staðreynd að þriggja stiga karfan var ekki til í gamla daga. Þriggja stiga karfan var “fundinn upp” í NBA fyrir 25 árum og því á þriggja stiga karfan í NBA kvartaldar afmæli á þessu ári. Það er kaldhæðnislegt að á afmæli hennar sé verið að íhuga að færa NBA körfuboltann aftur til fortíðar.