Hérna kemur fyrsta greinin mín af þremur um NBA deildina tímabilið 2004-05. Ég ætla að fara ítarlega yfir stöðu mála hjá liðunum í ár, leikmannaskipti og fleira. Þar sem þetta varð aðeins lengra en ég ætlaði mér skipti ég þessu í þrennt og fjalla þá um tvo riðla í einu. Í þessum fyrsta hluta fjalla ég um Suðaustur- og Atlantshafsriðilinn. Verði ykkur að góðu…


Suðausturriðill

1. Miami Heat

Komnir:
Dorell Wright og Matt Freije úr nýliðavalinu
Michael Doleac, Damon Jones, Wesley Person, Christian Laettner og Keyon Dooling, samningslausir
Shaquille O’Neal frá Lakers

Farnir:
Samaki Walker til Washington
Rafer Alston til Toronto
Lamar Odom, Brian Grant og Caron Butler til Lakers
Loren Woods til Charlotte

Líklegt byrjunarlið:
5. Shaquille O’Neal
4. Udonis Haslem
3. Rashual Butler
2. Eddie Jones
1. Dwyane Wade

Þegar lið er með leikmann eins og Shaquille O’Neal, leikmann sem enginn ræður við, þá verður liðið sjálfkrafa að toppliði. Shaq á líklegast eftir að bæta sig verulega frá seinasta tímabili. Þarna er Shaq maðurinn, enginn Kobe til að berjast um aðalhlutverkið og svo er líkaminn er víst í fínu ástandi þessa dagana. Shaq á örugglega eftir að bæta sig um nokkur stig frá seinasta tímabili.
Shaq er samt ekki einn þarna í Miami. Hann hefur með sér Dwyane Wade sem átti frábært nýliðatímabil í fyrra og er verðandi stjarna í NBA deildinni. Svo er það Eddie Jones, frábær skytta og góður varnarmaður en hefur verið óheppinn með meiðsli.
Vandamálið við liðið, og það sem er líklegast til að stoppa Shaq og co í að vinna titil er að það er engin breidd þarna. Restin af byrjunarliðinu, Rashual Butler og Udonis Haslem þyrftu að sitja á bekknum hjá flestum liðum og bekkurinn, tja hann er drasl. Þeir hafa Damon Jones sem verður reyndar fínt backup fyrir Dwyane Wade, og Wesley Person sem getur sett niður þrista en enga aðra sem geta eitthvað.
Þetta er samt það gott lið að þeir hreinlega eiga að vinna suðausturriðilinn.

2. Orlando Magic

Komnir:
Dwight Howard, Jameer Nelson og Mario Kasun úr nýliðavalinu
Hedo Turkoglu, Stacey Augmon og Michael Bradley, samningslausir
Steve Francis, Kelvin Cato og Cuttino Mobley frá Houston
Tony Battie frá Cleveland

Farnir:
Britton Johnsen til New Orleans
Antonio Burks til Memphis
Drew Gooden til Cleveland
Steven Hunter til Phoenix
Tracy McGrady, Tyronn Lue, Juwan Howard og Reece Gaines

Líklegt byrjunarlið:
5. Kelvin Cato
4. Dwight Howard
3. Hedo Turkoglu/Grant Hill
2. Cuttino Mobley
1. Steve Francis

Eftir lélegasta tímabil í sögu Orlando er búið að gera miklar breytingar þar á bæ. Stærstu skiptin voru auðvitað Steve Francis/Cuttino Mobley fyrir T-Mac/Juwan Howard + menn í aukahlutverki. Orlando er að endurbyggja liðið og í ár verður það Steve Francis sem stjórnar liðinu inn á vellinum. Bakverðirnir eru stærsti plúsinn við liðið og þeir munu þurfa að eiga báðir gott tímabil til að Orlando nái 2. sæti.
Hinsvegar er Orlando mjög veikt undir körfunni. Þeir munu þurfa að styrkja sig þar til að komast í playoffs. Dwight Howard er stórt spurningarmerki. Hann gæti endað sem næsti KG eða floppað eins og Kwame Brown, gengi Orlando á næstu árum mun líklegast fara mikið eftir því.
Síðan er það stóra spurningin, mun Grant Hill spila? Hann segist vera í sínu besta formi síðan hann meiddist fyrst en hann hefur sagt það áður. Þótt hann verði líklegast ekki meira en 10-12 stiga maður mun leikskilningur hans og reynsla hjálpa liðinu mikið og ég byggi spánna mína á því að hann muni spila.
Þrátt fyrir að Miami sé með rosalegt lið er suðausturriðillinn frekar slakur og þótt Orlando verði líklegast í baráttunni um 2. sætið í riðlinum við Washington mun það ekki enda hærra en í 7-8. sæti í Austurdeildinni.

3. Washington Wizards

Komnir:
Peter John Ramos, nýliði
Anthony Peeler, Michael Ruffin og Samaki Walker, samningslausir
Antawn Jamison frá Dallas

Farnir:
Devin Harris (nýliði), Christian Laettner og Jerry Stackhouse til Dallas
Lonny Baxter til Charlotte

Líklegt byrjunarlið:
5. Brendan Haywood/Etan Thomas
4. Kwame Brown
3. Antawn Jamison
2. Larry Hughes
1. Gilbert Arenas

Mig grunar að Washington Wizards eigi eftir að vera með skemmtilegustu liðunum í vetur. Þeir eru með sóknarsinnað lið með þá Gilbert Arenas og Antawn Jamison fremsta í flokki og svo Larry Hughes sem verður a.m.k 15 stiga maður. Arenas er orðinn einn besti leikstjórnandinn í deildinni, náði m.a. þremur þreföldum tvennum og var besti leikmaður Wizards í fyrra. Larry Hughes náði sér líka á strik í fyrra eftir að hafa átt tvö slöpp tímabil og verður örugglega góður í vetur. Hann er stöðugur alhliða tvistur, góður bæði í vörn og sókn.
Wizards fengu Antawn Jamison frá Dallas í sumar. Þrátt fyrir að hafa misst bæði Jerry Stackhouse og nýliðann Devin Brown sem hefur verið að spila vel á undirbúningstímabilinu, held ég að Wizards græði á þessum skiptum því að Jamison mun koma til með að auka breiddina í sóknini verulega. Hann er góður skotmaður en líka sterkur undir körfunni og það er eitthvað sem Wizards vanta.
Síðan hlakka ég til að sjá hvernig Kwame Brown gengur í ár. Hann er jú ekki ennþá búinn að finna sig eftir að hann var fyrsti leikaðurinn beint úr miðskóla sem er valinn fyrstur í nýliðavalinu. Hann er samt bara 22 ára og núna er tíminn fyrir hann til að blómstra. Þetta verður samt erfitt hjá honum undir körfunni því að Wizards eru með nákvæmlega enga almennilega miðherja og þurfa því að treysta á Kwame.
Wizards geta í raun lent hvar sem er. Ef að liðið smellur fullkomlega saman býst ég við því að þeir lendi fyrir ofan Orlando en það er samt líklegast að þeir endi við miðjan riðil, í 3. sæti.


4. Atlanta Hawks

Komnir:
Josh Childress, Josh Smith og Donta Smith, nýliðar
Kenny Anderson, Jon Barry og Kevin Smith, samningslausir
Tony Delk og Antoine Walker frá Dallas
Predrag Drobnjak frá Clippers
Al Harrington frá Indiana

Farnir:
Michael Bradley til Orlando
Zeljko Rebraca og Mamadou N´Diaye til Clippers
Wesley Person til Miami
Joel Przybilla til Portland
Bob Sura til Houston
Alan Henderson og Jason Terry til Dallas
Stephen Jackson til Indiana

Líklegt byrjunarlið:
5. Jason Collier
4. Antoine Walker
3. Al Harrington
2. Josh Childress
1. Tony Delk

Eftir nokkur léleg ár í röð er Atlanta Hawks búið að koma sér upp algjörlega nýju liði frá því fyrra. 10 leikmenn farnir og 11 komnir. Þrátt fyrir allar þessar breytingar finnst mér samt ólíklegt að liðið sé orðið eitthvað betra frá því í fyrra. Þeir eru búnir að missa báða lykilmenn liðsins í fyrra og fengu úr því Antoine Walker og Al Harrington. Fínir leikmenn, þeir Walker og Harrington en ekki menn sem munu breyta gengi liðsins.
Atlanta er með hræðilega bakverði. Tony Delk og Kenny Thomas eru báðir dripplarar sem eiga að vera á bekknum, ekki í byrjunarliði og Josh Childress og Boris Diaw í tvistinum. Childress er náttúrulega óreyndur í deildinni en ég held samt að hann gæti átt fínt tímabil. Hann verður samt engin stjarna og er kannski fullstór í þessa stöðu. Og þó, hann er mjög snöggur og með fínar sendingar. Hins vegar er Diaw drasl.
Jason Collier verður líklegast centerinn hjá þeim. Hann var fínn hjá Atlanta í fyrra en er samt ekki alvöru center og ræður ekkert við alvöru leikmenn.
Walker og Harrington voru báðir 5. valkostur hjá liðunum sínum í fyrra en í ár verða þeir í aðalhlutverkinu. Þeir verða hreinlega að standa sig ef Atlanta ætlar að vinna einhverja leiki í ár. Sigrarnir verða þó ekki fleiri en 30, Atlanta í 4. sæti í suðausturriðlinum.

5. Charlotte Bobcats

Komnir:
Allir

Farnir:


Líklegt byrjunarlið:
5. Emeka Okafor
4. Melvin Ely
3. Gerald Wallace
2. Jason Kapono
1. Brevin Knight/Jason Hart

Jæja, nýtt lið komið í deildina og það heitir Bobcats. Það verður gaman að sjá hvernig því gengur þótt að það séu ekki miklar líkur á góðu gengi í ár. Ég ætla ekki að skrifa mikið um Bobcats, þeir hafa tvo leikmenn sem gætu mögulega látið eitthvað að sér kveða í vetur, þá Okafor og Wallace.
Okafor er líklegast besti nýliðinn í ár og hann á eftir að vera leiðtoginn í óreyndu liði Bobcats. Hann er mjög góður varnarmaður, líklegast besti blokkari sem hefur komið síðan Zo var upp á sitt besta. Hann er líka fínn sóknarmaður, sérstaklega á low-post þar sem hann var óstöðvandi í háskólaboltanum í fyrra. Ég held að það sé nokkuð líkt að spila á móti honum og það er að spila á móti Óla Torfa í drengjaflokki.
Wallace fékk lítið að reyna sig með Kings og hefur eflaust verið ánægður með að fá að vera “góður” leikmaður í Charlotte. Hann á nú ekki eftir að verða stórstjarna en gæti samt gert einhverja fína hluti og á líklegast eftir að vera næstbestur í Charlotte.
Restin af liðinu er drasl og Bobcats rekur lestina í suðausturriðlinum.

Atlantshafsriðill

1. New York Knicks

Komnir:
Trevor Ariza, nýliði
Jamison Brewer og Bruno Sundov, samningslausir
Jamal Crawford og Jerome Williams frá Bulls

Farnir:
Frank Williams, Cezary Trybanski og Othella Harrington til Bulls
Dikembe Mutombo til Houston

Líklegt byrjunarlið:
5. Nazr Mohammed
4. Kurt Thomas
3. Tim Thomas
2. Allan Houston/Jamal Crawford
1. Stephon Marbury

Þrátt fyrir að vinna aðeins 39 leiki í fyrra virðist sem að New York Knicks sé með besta liðið í atlantshafsriðlinum. Þeir eru að minnsta kosti með mestu breiddina. Á bekknum verða leikmenn eins og Penny Hardaway, Shandon Anderson, Jerome Williams og svo annað hvort Crawford eða Houston. Sem sagt nóg af leikmönnum til að bakka upp byrjunarliðið.
Bakverðir liðsins eru frábærir. Stephon Marbury er náttúrulega einn af bestu dripplurum deildarinnar og að þurfa að velja á milli Houston og Crawford er bara einum of gott til að vera satt. Crawford átti mjög gott tímabil í fyrra og var stigahæsti leikmaður Bulls og Houston er náttúrulega frábær skytta þegar hann er ekki meiddur.
Thomasarnir tveir eru stabílir og eiga eftir að skila sínu og Mohammed er fínn miðað við úrvalið á centerum í dag.
Knicks á kannski ekki eftir að vera í baráttu um meistaratitil en ég er viss um að þeir verði ofarlega í deildinni. Knicks vinna atlantshafsriðilinn á breiddinni.

2. Philadelphia 76ers

Komnir:
Andre Igoudala, nýliði
Kedrick Brown og Kevin Ollie frá Cleveland
Corliss Williamson frá Detroit
Brian Skinner, samningslaus

Farnir:
Eric Snow til Cleveland
Amar McCaskill og Derrick Coleman til Detroit
Todd MacCulloc, hættur
Greg Buckner, leystur undan samningi

Líklegt byrjunarlið:
5. Samuel Dalembert
4. Kenny Thomas
3. Glenn Robinson
2. Willie Green
1. Allen Iverson

Sixers eru lítið búnir að breyta liðinu sen ættu samt að vera mun betri í ár heldur en í fyrra. Ástæða 1. Náðu frábærum nýliða í valinu. Andre Igoudala á pottþétt eftir að verða góður, jafnvel frábær í framtíðinni. Ástæða 2. Þeir Kenny Thomas og Willie Green eru líklegast búnir að bæta sig verulega frá því í fyrra. Green kom einna mest á óvart af nýliðunum í fyrra, var varamaður AI og hefur greinilega lært eitthvað af kallinum, mjög fínn skorari. Kenny Thomas hefur bætt sig með hverju árinu frá því að hann kom til Sixers. Í fyrra var hann orðinn lykilmaður og varð 9. frákastahæsti í deildinni. Ástæða 3. Bekkurinn. Sixers er með Corliss Williamson, Aaron McKie, Marc Jackson, Brian Skinner og Igoudala á bekknum. Þetta eru allt leikmenn sem gætu komist í byrjunarlið hjá einhverju öðru liði. Ástæða 4. Iverson er kominn í sína réttu stöðu, dripplarann. Eftir að hafa spilað sem lítill tvistur er Iverson lengi (og leyst það frábærlega) er hann kominn í dripplarann og ég hugsa að hann eigi bara eftir að verða betri við það.
Til hamingju Arnar, Sixers á mjög líklegast eftir að komast í úrslitakeppnina í ár.

3. Boston Celtics

Komnir:
Al Jefferson, Deltone West, Tony Allen og Justin Reed, nýliðar
Tom Gugliotta frá Utah
Gary Payton frá Lakers

Farnir:
Chris Mihm, Chucky Atkins og Jumanie Jones til Lakers
Rick Fox, leystur undan samningi
Brandon Hunter til Charlotte

Líklegt byrjunarlið:
5. Mark Blount
4. Raef LaFrentz
3. Paul Pierce
2. Jiri Welsch
1. Gary Payton

Næstu þrjú lið eru líklegast ekki að fara að gera neina stórkostlega hluti í vetur. Þau eiga mjög líklega eftir að vera á mjög svipuðu róli í vetur en ég set samt Boston í þriðja sætið.
Þrátt fyrir að fá til sín Gary Payton og hafa fyrir Paul Pierce, er Boston ekki að fara að gera neinar rósir í ár. Fyrir utan þessa tvo er leikmannahópurinn mjög þunnur og þriðji valkostur í sókninni verður líklegast Jiri Welsch, ágætur en óreyndur tvistur.
Payton virtist spila undir getur í úrslitakeppninni í fyrra og alls ekki eins og sá leikmaður sem hann var hjá Seattle og Milwaukee. Þannig má hann ekki vera í vetur hjá Boston ef þeir ætla að geta eitthvað, hann á að stjórna liðinu og þarf að spila betur en í fyrra. Mér finnst það samt frekar ólíklegt þar sem hann er alls ekkert sáttur með að vera kominn til Boston og ætlaði fyrst bara ekkert að spila með þeim.
Paul Pierce verður að vera betri en í fyrra og skora að minnsta kosti 25 stig í leik. Hann er langbestur þarna og þarf að sýna það. Restin af liðinu samanstendur að meðalleikmönnum, Jiri Welsch, Mark Blount, Raef LaFrentz og Ricky Davis; allt ágætir leikmenn en ekki leikmenn sem munu vinna leiki fyrir liðið. Eini leikmaðurinn í þessu liði sem ég hlakka til að sjá spila er nýliðinn Al Jefferson. Hann mun kannski ekki gera mikið í ár en á vonandi eftir að verða góður í framtíðinni því hann er rosalegur skorari, var með 42,6 stig og 18,0 fráköst í fyrra í miðskóla.
Boston mun eiga erfitt tímabil og vera með í kringum 35 sigra.



4. Toronto Raptors

Komnir:
Rafael Araujo, nýliði
Rafer Alston og Loren Woods, samningslausir

Farnir:


Líklegt byrjunarlið:
5. Rafael Araujo
4. Chris Bosh
3. Jalen Rose
2. Vince Carter
1. Rafer Alston

Seinustu vikurnar hefur allt verið í rugli á milli Raptors og Vince Carters. Carter vill burt en stjórnarmenn Raptors skilja að þeir verða að halda honum og leyfa honum ekki að fara. Til þess að Raptors geti eitthvað í ár verða þessi mál að leysast og Carter að spila ánægður.
Þetta lið snýst náttúrulega í kringum manninn. Hann er einn vinsælasti leikmaðurinn í deildinni og náttúrulega frábær spilari. Maður sem getur gert allt. Jalen Rose er einnig fínn leikmaður. Bætti sig mjög við að fara til Raptors en er orðinn það gamall að hann er ekki að fara að bæta sig með árunum. Chris Bosh er einnig fínn leikmaður, bara alls ekki nógu sterkur og þarf að bæta á sig nokkrum kílóum.
Toronto fékk Rafer “Skip To My Lou” Alston til liðs við sig og það á eftir að styrkja liðið töluvert. Hann var einn besti 6. maðurinn í deildinni í fyrra og núna er tækifærið fyrir hann til að komast í hóp betri leikmanna deildarinnar. Það er nefnilega ekki nóg að vera legend í streetball.
Svo að lokum er það Doneyll Marshall. Hann verður líklegast á bekknum í ár og þar með líklegur kandídat sem besti 6. maðurinn. Marshall var mjög góður í fyrra, góður all-around leikmaður.
En Carter þarf að vera fullkomlega ánægður og í fullkomlegu ásigkomulagi ef Toronto ætlar að geta eitthvað í vetur. Því miður fyrir þá er það ekkert rosalega líklegt.

5. New Jersey Nets

Komnir:
Christian Drejer og Nenad Krstic, nýliðar
Eric Williams, Jaque Vaughn, Kyle Davis, Rodney Buford og Ron Mercer, samningslausir

Farnir:
Kenyon Martin til Denver
Kerry Kittles til Clippers
Viktor Khryapa til Portland
Tamar Slay til Charlotte
Rodney Rogers til New Orleans
Lucious Harris til Cleveland
Eddie Gill til Indiana

Líklegt byrjunarlið:
5. Jason Collins
4. Brian Scalabrine
3. Richard Jefferson
2. Eric Williams
1. Jason Kidd

Í sumar hefur New Jersey dottið úr því að vera með eitt besta lið austurdeildarinnar í að hafa lið sem gæti rétt skriðið í úrslitakeppnina. Þeir hafa misst bæði tvo mikilvæga byrjunarliðsmenn, þá Kittles og Martin, og það skilur eftir stórt skarð. Ég meina, Brian Scalabrine í byrjunarliðinu! Centerinn hjá þeim er líka mjög lélegur. Ef að Mourning verður ekki með eins og virðist ætla að verða eru Nets í miklum vandræðum með þá stöðu því að Jason Collins né Aaron Williams eru ekki einu sinni samanburðarhæfir við miðherja annarra liða.
Jason Kidd bað um að vera skipt í sumar og er augljóslega alls ekki ánægður með stöðu mála. Svo er hann meiddur þessa daganna og það er víst ennþá nokkuð langt í að hann verði heill. Þess vegna er ekki hægt að taka hann með í þessa spá. Jefferson var hins vegar frábær í fyrra og verður ennþá mikilvægari í vetur. Hann verður aðal skorari liðsins og án efa einn besti leikmaðurinn í ár. Jefferson verður einfaldlega að halda liðinu uppi í vetur til að ná árangri.

————————————-

Í 2. hluta mun ég fjalla um suðaustur- og suðvesturriðlana og hún kemur á næstu dögum.