Þá eru Portland bara komnir í sumarfrí. Margir spáðu þeim titlinum fyrir tímabilið, þeir fengu sterka leikmenn eins og Dale Davis og Shawn Kemp til liðs við sig, þeir misstu reyndar í staðinn Brian Grant og Jermaine O'Neal sem báðir hafa verið að standa sig vel með nýjum liðum. Framanaf gekk liðinu mjög vel og voru þeir meðal annars efstir í vesturdeildinni í febrúar. En í mars og apríl var bara eins og liðið hrundi. Þeir töpuðu hverjum leiknum á fætur öðrum og enduðu í sjöunda sæti vesturdeildar. Á þessum tíma hafði Shawn Kemp (sem hafði reyndar ollið miklum vonbrigðum) hætt til að fara í fíkniefnameðferð. Mórallinn í liðinu virðist vera í molum og Mike Dunleavy virðist ekki hafa neina stjórn á mönnum eins og Rasheed Wallace tæknivillukóng deildarinnar. Þegar menn láta svona eins og hann hefur gert í allan vetur verður bara að setja þá útúr liðinu í nokkra leiki og láta þá hugsa sinn gang, sama hvað menn heita.
Lakers eru hinsvegar sjóðandi heitir og virðast vera að toppa á réttum tíma. Þeir unnu seinustu 7 leiki deildarinnar og hafa því núna unnið 10 leiki í röð. Shaq og Kobe virðast hafa náð sáttum og allt leikur því lyndi hjá Lakers sem verða nú að teljast líklegir til að verja titilinn. San Antonio verða þó líka að teljast líklegir og það ætti að verða frábært einvígi komist þessi lið í úrslit vesturdeildar.
jogi - smarter than the average bear