Ég veit ekki hvaða aldur er að stunda þetta áhugamál, og hvort þeir hafi áhuga þessu málefni, en mig langar til að “auglýsa” greinan mína til að reyna ná upp umræðu um humgmyndina mína og virkja menn í baráttunni við aðrar íþróttir svo við komumst nú á skjáinn. Hérna er greinin.
Ég setti þetta á spjallið á sport.is, en þar sem umræðurnar þar eru ekki ýkja málefnilegar þá langaði mig líka til að setja þetta inn hérna.
Íþróttarumfjöllun i fjölmiðlum.
Þetta er orðið mánaðalegur atburður að menn kvarta og kveina yfir lítilli umfjöllun körfuboltans, og alltaf virðist sem umfjöllunin minnki á kostnað nýrra íþróttar eða meiri umfjöllun um íþróttir sem eru til staðar.
Ég var að lesa enn eitt “nöldrið” spjallinu á kkdi.is og sá nýja sýn á þessu vandamáli, auk djarfra hugmynda sem menn gætu aðeins hugsað um.
Vandamálið virðist vera það að á sumrin hefur íslenski fótboltinn algjöra yfirburði í fjölmiðlum og á veturnar er það erlendi fótboltinn og íslenski/þýski handboltinn sem yfirgnæfa allt saman. Ef maður skoðar þetta mál betur þá sér maður stóra eyður sem væri hægt að setja körfuboltann inní, allavega meistaradeildartímabilið. Og það mundi auka umfjöllun í fjölmiðlum um mörg hundruð prósent. En það er að færa tímabilið yfir á sumrin og spila tímabilið yfir sumarið.
Íslenska deildin í fótbolta er brandari. 18 Umferðið, 5 leikir í hverri umferð og oftast spilaðir allir í einu. 2. - 3. landsleikir um sumarið. Stærsta ástæðan fyrir því að íslenski fótboltinn fær svona mikla umfjöllun er hreinlega útaf því að ekkert annað er í gangi á sumrin. Ekki eru gæðin mikil í íslenska boltanum. Þegar fótboltinn er ekki þá eru íþróttarfréttartímar alveg tómir og þeir á stöð 2/sýn hafa oft lagst svo lágt á sumrin að vera segja frá slúðursögum um hvað fótboltastjörnurnar eru að gera í fríunum sínum. Á RÚV hefur komið fyrir að íþróttarfréttatímanum sé hreynlega sleppt því það eru engar fréttir að hafa.
Þarna er opið tækifæri, að færa íslandsmótið yfir á sumrin, frá Apríl(úrslitakeppni HSÍ í klárast í apríl) og fram í Sept/Okt, þetta eru 5-6 mánuðir. Fótboltavertíðinn(erlendis) og Handboltinn rétt að byrja aftur.
Reyndar er annað hvert ár stórmót í einhverju formi. EM, HM, OL, Heimsmeistaramót í Frjálsum o.s.fra. En þetta eru stutt mót, 3-4 vikur(fyrir utan OL sem er um 6-7 vikur, en nb. að ólympíunefndin er að reyna stytta ólumpíuleikana og eru að henda út greinum af OL.). Þau ætti ekki að hafa mikli áhrif á fjölmiðlaumræðu af körfunni þá hún muni dala töluert á með mótin eru í gangi. Því væri kannski hægt að setja frí á íslandsmótið á þeim tíma sem væri einhverskonar jólfrí sem er á veturnar.
Þetta mundi líklega ekki ganga fyrir yngriflokka og því væri hægt að hafa íslandsmótið á veturnar fyrir þá. Krakkar nenni ekkert að hanga inni á sumrin, þau vilja vera úti að leika séra. En hjá meistarflokki væri hægt að hafa íslandsmótið um sumarið. Kostirnir eru alveg rosalega miklir, bæði í sambandi við fréttaumfjöllun og eins eins kostnaðarhluta félagana. t.d eru íþróttarhús tóm á sumrin og oftast leigð út á hálfvirði, nóg af tímum lausum og ekki endalaus barátta um tíma í húsinu við allar aðrar íþróttargreinar.
Mörgum kann að fynnast þessi hugmynd brjálæði og óframkvæmaleg því körfubolti á að vera innisport og á veturnar. En hver segir það ? Á fótboltaleiki hjá KR eru að mæta 2000 mans á leiki, hjá körfuboltalið KR um 300 mans. Þetta er mjög mikill munur og hann gæti þess vegna rokið upp ef deildinn yrði spiluð á sumrin, kannski ekki strax, en til lengri tíma gæti hann gert það. Fólk kann að segja að það er ekki það sama að vera úti og vera inní húsi á sumrin. Það mæta 1000 mans á leiki hjá ÍA á sumrin, og það eru alltaf 12 vindstig uppá skaga. Fólk mætir í brjáluðu veðri á sumrin á fótboltaleiki, Hví ætti það ekki að gera það á körfuboltaleiki sem eru inni. Svo væri líka hægt að spila leikina úti ef það er mjög gott veður. Ég veit að á Ísafirði er frábær körfuboltavöllur fyrir utan íþróttarhúsið, og það eru örugglega margir frábærir útikörfuboltavellir til á landinu. Ef fólk vill ekki húka inni í miklum hita þá verða leikirnir bara spilaðir fyrir utan, þá erum við kominn með sömu aðstöðu og fótboltamennirnir. Nema við getum fært leikinn inn þegar roki og rigning er úti.
Ég veit að þetta er ekki alveg fullkominn hugmynd en hún er framkvæmalega og gæti gert mjög gott fyrir körfuna og alla umfjöllun um körfuna í fjölmiðlum. Þetta myndi verða skrítið til að byrja með en mundi svo venjast. Þetta yrði ekki fyrsta sumardeildin í körfu.
Það væri gaman að heyra hvað ykkur finnst.
- Helgi Pálsson
Helgi Pálsson