Við skulum ekki gleyma því heldur að aldrei í sögu NBA hefur 21 árs eða yngri skorað svona mikið á einu tímabili. Slær þar út menn eins og Shaquille, Jordan, Kobe, Bernard King, Magic svo einhverjir séu nefndir. Reyndar man ég ekki hvað Shaq eða Jordan voru gamlir þegar þeir komu í deildina en samt býsna gott hjá T-Mac. 21 árs að skora 27 í leik.
Einnig er þetta tímabil hans talið eitt mesta stökk milli ára frá upphafi deildarinnar. Drengurinn er með 36 stig að meðaltali í Úrslitakeppninni, eða það sem er liðið af henni og er hæstur að meðaltali. Hann jafnaði félagsmet Orlando hvað varðar stigaskorun í Playoffs, 42. En sá sem hefur einnig skorað 42 er Penny Hardaway. Enginn hefur áður verið valinn í Stjörnuleikinn og valinn Most Improved Player sama tímabil. Hann er einnig næst yngsti í sögu NBA til að skora 40 stig eða fleiri í Playoffst, en hann skoraði 42. Sá sem var yngri er Magic Johnson en hann skoraði einnig 42 1980 á móti Philadelphia í Finals.
Smá stats yfir tímabilið hans
Efstur að meðaltali hjá Orlando í stigum og mínútum. Var annar í fráköstum, vörðum skotum, stoðsendingum og stolnum boltum.
20 stig eða fleiri = 63 skipti
30 stig eða fleiri = 26 skipti
40 stig eða fleiri = 5 skipti (mest 49)
Það má með sanni segja að Toronto Raptors hafi misst stórstjörnu þegar þeir skiptu honum til Orlando. Persónulega finnst mér merkilegt að Raptors hafi haft hann sem varamann. Hann var jú eins og hann sagði í skugga Vince og fékk aldrei að sanna sig í Toronto og lét sig því hverfa. Samdi við Orlando (sem var ávalt draumurinn hans) og gersamlega blómstraði svo um munar!
Fréttamenn í USA (takið eftir ekki mín orð) eru farnir að spá og spekulera hvort að McGrady sé næsta stórstjarna deildarinnar og að hann sé sennilega betri All-Around Player en Kobe og Vince. Drengurinn virðist geta allt. Hann hleypur, hann skorar, hann blockar, hann tekur fráköst, hann stelur, hann “poundar”, hann er ekki gjarn á að fá villur á sig (s.s góður varnarmaður), hann sendir boltann. Hann er að gera allt!
Mitt álit er það að þegar Grant Hill kemur aftur á næsta ári þá mun auðvitað statsið hjá McGrady væntanlega lækka örlítið, en Guð minn góður þegar þeir ná að stilla sig saman þá verða þeir erfiðir!
T-Mac er maður sem vert er að fylgjast með!
Þetta er undirskrift