Ungmennafélag Njarðvíkur sigraði Ungmennafélagið Tindastól í gær í Krókódílasíkinu, sem er glæsilegt íþróttahús Sauðkrækinga. Mörgum fannst Stólarnir aldrei sjá til sólar, gegn dýru liði Njarðvíkinga, en þótti mörgum frábært hjá Tindastólsmönnum að sigra leik í Ljónagryfjunni í Njarðvík.
Leikurinn í gær byrjaði jafnt en svo tóku Njarðvíkingar yfirhöndina og hreinlega burstuðu Stólanna. Logi Gunnarsson var stigahæstur, með 32 stig. En Brenton Birmhingham var besti maður leiksins, náði fjórfaldri tvennu, fernu. 11 stolna bolta, 10 stoðsendingar, 10 fráköst og 26 stig..fáránlegar tölur í úrslitaleik!
Epson deildin er þá búin, og eiga Njarðvíkingar þetta sjálfsagt skilið, þeir eru jú deildarmeistarar, en þeir eru með marga atvinnumenn á sínum snærum. Að mínu mati eru Tindastólsmenn hinir sönnu sigurvegarar, þrátt fyrir að þeir hafi líka atvinnumenn, þrjá útlendinga, en þeir eru ekki með eins ‘high-profile’ lið eins og Njarðvíkingar sem hljóta að vera stórskuldugir núna.
En ágætis tímabil er liðið undir lok, nú fara kapparnir í smá frí og svo hefst undirbúningur fyrir næsta tímabil.
En ég hef ávkeðið að nefna nokkra þá bestu í sínum flokki:

Besta lið: Njarðvík
Versta lið: KFÍ
Mestu vonbrigðin: Grindavík

Bestu útlendingar:
Calvin Davies
Brenton Birmingham
Shawn Myers
Dwayne Fontana
William Keys..verður að nefna þennan frábæra leikmann

Bestu Íslendingar:
Logi Gunnarsson, þrátt fyrir að vera ofmetinn
Jón Arnór, bætti sig í heildartölum
Óðinn Ásgeirsson
Alexander Ermolinski
Eiríkur Önundarsson

Bestu “nýliðarnir”
Sveinn Blöndal
Óðinn Ásgeirsson
Hreggviður Magnússon

Þetta er svona heildaruppgjör..endilega eiga fleiri að segja hvað þeim finnst..

fyrsta liðið:
Leikstjórnandi: Brenton Birmingham
Skotbakvörður: Logi Gunnarsson
Lítill Framherji: Jón Arnór Stefánsson
Stór Framherji: Shawn Myers
Miðherji: Calvin Davis
Aðrir frábærir leikmenn:
Warren Peebles, Eiríkur Önundarsson, Dwayne Fontana…margir margir fleiri

Jæja..ég ætla að Kveðja
Kamalflos