
Það var beðið eftir 2. leik liðana með mikilli spennu og höfðu Tindastólsmenn ekki tapað leik á heimavelli í allan vetur. Logi Gunnarson var í feiknarstuði og skoraði 36 stig og má segja að hann hafi átt mestan þátt í sigri Njarðvíkinga en leikurinn endaði 79-100 fyrir þeim. Tindastólsmenn tóku yfir 70 skot inni í teig en hittu aðeins úr 30 þeirra.