Leikur Houston liðsins hefur verið ágætur í vetur en þá hefur skort stöðugleika og hafa verið að landa góðum sigrum gegn stærri liðum en svo verið að tapa fyrir mörgum minni spámönnum.
Helsta vandamálið hefur verið að liðinu hefur ekki tekist að hafa ballans á milli “outside-inside game”, en í gær gekk það hins vegar upp og Hakeem(C) setti 26 stig, Francis(G) 28, Mobley(G) setti 21 stig og Kenny Tomas(F) setti 14. Francis og Hakeem voru að eigin sögn mjög ánægðir með hvernig þeir náðu saman í leiknum og Hakeem hrósaði Francis mjög, eða eins og hann orðaði það sjálfur:“Playing with Steve makes my job so much easier.He's such a complete player. He has some great moves and shoots from the outside and in the post. We communicate well on the floor.”
Framtíðin hjá Rockets lofar góðu með Francis og Mobley í bakvarðastöðum en Hakeem er hins vegar orðinn 38 ára gamall, en dugar þó furðu vel!, og ættu Rockets að reyna að finna tvo góða nýja leikmenn, einn góðan center, og sennilega góðan power forward líka, það er þó aldrei að vita hvað verður úr Kenny Tomas.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _