Mér datt í hug að skrifa nokkrar línur um uppáhalds liðið mitt, Sacramento Kings.
Kings hafa verið með breiðann hóp góðra leikmanna undanfarin ár, og væntingarnar sem hafa verið gerðar til þeirra hafar eftir því verið miklar. Krafan hefur verið einföld, titll. En það hefur ekki gengið eftir, þeir hafa verið slegnir útúr úrslitakeppninni hvað eftir annað í oddaleik. Og seinustu þrjár úrslitakeppnir hefur lykilmenn vantað í hópinn. Fyrst Peja, svo Webber og núna í vor Bobby Jackson. Margir gagnrýndu stjórn Kings nú í vor þegar Jackson meiddist, vegna þess að þeir endurnýjuðu ekki samninginn við Jim Jackson fyrir tímabilið. En auðvitað eru takmörk fyrir því hversu miklum pening er hægt að eyða í 8. mann þegar um svona sterkan hóp er að ræða.
Eigendurnir hafa verið að spá í að flytja með liðið, eru m.a. óánægðir með að borgin vilji ekki sponsera nýja höll. Þeir voru að spá í að fara til Las Vegas, en forráðamenn NBA skutu þeirri hugmynd útaf borðinu. Ég veit ekki, mér finnst alveg ferlega glatað að vera eitthvað að flytja lið fram og til baka, og af hverju ætti maður að vera að halda einhverri trygð við liðið ef það flytur, frekar en að finna sér bara annað uppáhaldslið(sem undir flestum kringumstæðum er hálf hallærislegt líka)?
Seinustu ár hafa Kings haldið aðalmönnunum sínum, og bætt við sig. En það hlaut að koma að því að einhver færi, og núna í sumar ákvað Divac að fara aftur til Lakers þar sem hann byrjaði NBA feril sinn. Hans verður saknað þó hann sé nú kominn af sínu léttasta skeiði. Og það gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér. Nú hefur Stojakovic óskað eftir að verða skipt frá liðinu, og það er tengt meðal annars við það að Divac sé farinn. Þetta eru nú ekki skemmtileg tíðindi fyrir Kings aðdáendur, en kannski getur þetta endað vel. Sagt er að Indiana hafi verið að velta fyrir sér að skipta á Ron Artest og Peja.
Peja: Artest
24,2 stig 18,3
6,3 fráköst 5,3
2,1 stoðs. 3,7
1,3 stolnir 2,1
48% FG 42%
43% 3pt 31%
93% víti 71%
Þetta eru tölurnar fyrir seinasta tímabil. Peja kemur betur út á flestum stöðum, það væri auðvitað ferlegt að missa bestu skyttu deildarinnar, en Artest er samt mjög góður leikmaður og betri varnarmaður en Stojakovic. A.m.k. verður ekki um neina útsölu að ræða ef af skiptum verður og helst vilja Kings halda honum áfram.
Ef Kings verða með sama hóp í vetur og þeir eru með núna er þetta svona:
Byrjunarlið:
M.Bibby
D.Christie
P.Stojakov ic
C.Webber
B.Miller
Bobby Jackson yrið auðvitað 6. maðurinn, en annars er roosterinn þeirra bara með 11 mönnum í augnablikinu, og vonandi tekst þeim að bæta einhverjum sæmilegum leikmanni það inná fyrir tímabilið. Webber er eitt stórt spurningamerki, hann meiddist illa í fyrra og hann er nú ekki orðinn það gamall kallinn að hann geti ekki rifið sig upp, menn eru í eitt og hálft ár að ná sér af svona meiðslum, svo ég held í vonina.