Ég er bæði svekktur og sáttur. Svekktur að hafa misst Tracy en líka ánægður að fá ferskan blæ á þetta blessaða Orlando-lið. Þó svo að Tracy sé stórkostlegur leikmaður þá var augljóst að hann vildi ekki vera þarna lengur, þó hann í raun vildi það. Ha? Já, hann vildi ekki vera í uppbyggingu lengur og vildi fara til stabílla liðs. En, hann samt langaði að vera áfram í Orlando. En samt gafst hann upp. Hmmm?
Ég las ansi öflugt viðtal við John Weisbrod, og þessi maður er ekki þekktur fyrir að vera dramatíser eða lygari, frekar sem harðnefja bisnesskall sem er ekkert að skafa utanaf hlutunum. Þegar hann var spurður að því hvort það væri sanngjarnt að segja að Tracy væri ekki hans leikmannatýpa, þá svaraði hann með köldu “Já”. Hann sagði einni að það hefði verið Tracy sem bað um þessi skipti, Orlando hefðu viljað halda honum, en Weisbrod gaf það sterklega til kynna að hann sé ekki GM sem eltist við stjörnurnar, sendandi þeim gjafir eða sleikjandi þær upp til að fá guttana til að spila áfram. Kalt: Viltu spila hérna eða ekki?
Weisbrod sagði líka að það væri sennilega hægt að setja sökina við skó Tracy þegar kemur að slæmu gengi síðasta árs. Af hverju? Ég var ekki alveg sáttur við þessi ummæli hans fyrr en ég las þetta sem hann sagði. Hann sagði að Tracy hafi farið í læknisskoðun útaf aumu hné, og þegar læknirinn spurði hvar honum væri illt, þá sagði Tracy víst “Hvar viltu að mér sé illt?” og vill Weisbrod meina að þetta sé merki um uppgjöf. Johnny Davis og Weisbrod voru einni ósáttir við það hversu óágengur Tracy var í vörn, og þá sérstaklega gegn öðrum stjörnum, svo sem Kobe, Iverson og fleirum. Það var eins og hann vildi ekki taka eins hart á þeim og þeir á honum. Furðulegt.
Einnig sagði Tracy eftir einn leikinn á síðasta tímabili að samherjar hans væru slugsar og bara ekki góðir, tja, gaf þeim ekki góðan tóninn. Weisbrod fékk upptöku af þessu viðtali og spilaði þetta í búningsklefanum fyrir leikinn og bað Tracy um að útskýra sitt mál fyrir framan samherja hans. Samkvæmt heimildarmönnum var Tracy settur á bekkinn og spilaði hann því ekki þennan leik. Reyndar, þá var þetta endirinn á hans ferli í Orlando því hann sat út restina af tímabilinu með aumt hné, að því er sagt, en ég hef heyrt sögusagnir að Weisbrod hafi fengið sig fullsaddan af leti og stjörnustælum Tracys að hann bara sagði “tímabilið þitt er búið, þú situr”. Aftur, kalt.
Svona viðtali er ekki auðvelt að kyngja, sérstaklega þar sem ég er mikill Tracy aðdáandi. En þegar ég hugsa til baka og lít yfir tímabilið þá er nokkuð til í þessu, þó svo að þetta hafi ekki verið á yfirborðinu. Tracy var oft ósáttur, hann fór í gegnum 19 og 13 leikja töp í röð, hann kenndi samherjum sínum um, hann var ekkert sérlega góður í vörn og í sumum leikjum var hann hreinlega bara dauður, þó svo að það hafi ekki verið nein svaka vörn á honum. Það er staðreynd að það er ekki hægt að byggja sigursælt lið kringum einn góðan leikmann og svo supporting cast. Það þarf 2-4 góða leikmenn til. Tracy hafði því miður ekki þannig leikmenn, enda var Tyronn Lue stór vonbrigði og ég er í raun feginn að hann fór. Sama á við um Reece Gaines og Juwan Howard. Howard er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hann er solid leikmaður, vissulega, en frekar daufur.
Ég er ekki að tala illa um Tracy af því hann er farinn frá Orlando. Ég hefði viljað hafa hann áfram, en þetta er bisness. Ég var farinn að hafa áhyggjur af honum rétt fyrir stjörnuleikinn í febrúar, en á því tímabili var hann rosalega upp og niður, meira að segja gaf það í skyn að hann vildi hætta að spila körfubolta bara einn tveir og bingó. Æj ég veit ekki, ég fékk bara bakþanka um þennan frábæra leikmann. Kannski var það vegna þess að hann hafði ekki nægilega góða leikmenn í kringum sig, kannski var það bara af því hann er quitter og ekki nægilega harður af sér til að berjast í gegnum tapleiktíð.
Hvað sem því líður þá held ég að Tracy og Yao verði gott tvíeyki. Hvort það skili þeim titli veit ég ekki. Ég hins vegar held og er staðráðinn í því að Orlando í dag er betra en Orlando var um helgina. Ef Grant Hill snýr aftur, sem ég er c.a 9% (já NÍU) viss um þá verður byrjunarliðið þeirra nokkuð öflugt. Kannski ekki meistaralið, en allavega gott lið í playoffs. Francis er góður PG, Mobley er góður SG og góð skytta fyrir aftan bogalínuna, Cato er enginn super PF/C en fínn í austrinu og svo nýju mennirnir, Howard og Nelson. Gleyma allir Nelson? Pínulítill PG en alveg AFSKAPLEGA hæfileikaríkur gutti samkvæmt því sem ég hef lesið. Ég held að Orlando gæti náð langt, það þarf ekki stórstjörnu til að lyfta liði hærra en því er spáð. Pistons sönnuðu það. Nú er ég ekki að segja að Orlando séu næstu meistarar, þeir eru það ekki. Ég er bara að segja að Orlando geta ekki orðið annað en betra lið en í fyrra.
Vá þetta er langt “svar” :/ Afsakið
Þetta er undirskrift