Phil jackson er farinn, Kobe er orðinn laus,Shaq fer fram á sölu, Payton verður áfram, Malone er orðinn laus, Fisher er orðinn laus og þeir eru að leita af þjálfar.
Oki byrjum á byrjuninni
Phil er farinn, kallinn var orðinn þreyttur á þessu og það skemmti pínu að Kobe og Payton vilja ekki lengur spila í þessari blessuðu þríhyrningarsókn lengur. Laker er að gera allt þessa dagana til þess að halda í Kobe og þess vegna létu þeir Phil einfaldlega fara til þess að auka líkurnar á því. Phil hættir örugglega og ég reikna ekki með því að hann þjálfi annað lið. En Lakers eru búnir að tala við tvo þjálfara þeir eru Rudi T sem var hjá Houston og gerði þá að meisturum 1994 og 95 og svo gamla Pat raile(kann ekki að skrifa þetta) sem þjálfaði Lakers frá 1982-1990 við góðan orðstír, tók svo við Knicks og svo síðast við Heat. Ég vona að Rudi taki samt frekkar við þessu.
Kobe er að orðinn Free eins og sagt er en það er klása í samningnum hans sem segjir að hann geti hoppað úr samning á þessu ári.En málið er það að það er ekkert annað lið í NBA sem getur boðið honum eins mikinn penning og Lakers. Það hjálpar líka að Phil er farinn og að lakers sagðist vera meiri segja tilbúnir að selja Shaq til þess að halda honum(þeir eiga saman annsi skrautlega sögu). Ég held að Kobe mun semja aftur við Lakers(það er að segja ef hann verður ekki sakfeldur) því að hann veit að þar er hann að verða númer 1,2 og 3 í liðinu og þar fær hann mesta penninginn.Lakers eru búnir að taka það skýrt framm að þeir ætla ekki að selja Kobe og hlusta því ekki á tilboð í hann.
Shaq málið er aðeins öðruvísi, hann dáði Phil mjög mikið og var ekki ánægður með það, að hann var látinn fara. Svo var hann ekki ánægður með að lakers sögðust jafnvel vera tilbúnir að hlusta í tilboð í stóra manninn. Svo að hann bað um að vera seldur og hafa c.a 20 lið í nba haft samband við lakers um hann. Líklegustu liðin til þess að fá hann(sem hafa launaþakk og góða leikmenn til þess að skipta) er Dallas,Indiana,Nets,Detroit og jafnvel Clippers(sem Shaq sagðist reyndar ekki vilja fara til). En ef shaq langar að verða meistari aftur þá veitt hann að mestu líkurnar á því eru að vera áfram í LA með Kobe. Þótt að Dallas getur gert ágætis tilboð í Shaq, þá vill Lakers helst ekki selja hann til liðs í vesturdeildinni. Ég held að hann verði áfram í Lakers, nema að þeir fá eithvað frábært tilboð í hann sem þeir geta ekki hafnað.
Ástæðan fyrir því að lakers vill frekkar halda Kobe heldur en Shaq er einfaldlega sú að Kobe er miklu yngri leikmaður og framtíðinn hjá honum því mun meiri, en eins og sást í einvíginu á móti Detroit þá er Shaq enþá aðalmaðurinn í liðinu og vona ég að hann verði þarna áfram.
Malone mun líklega semja aftur við Lakers eða einfaldlega hætta, hann sagði að ef hann heldur áfram þá verður það með Lakers. Ég held að hann haldi áfram eitt loka tímabil til þess að nálgast hrynginn sinn og jafnvel nálgast stiga mets Jabbars.
Payton verður áfram og tel ég að hann muni stórbatna við brothvarf Phils, því að í þrhyrnings sóknini þá er eiginlega ekki gert ráð fyrir leikstjórnanda og það er einmitt það sem hann er.
Fisher er orðinn á lausu og tel ég að honum langar að fara á önnur mið, sérstaklega því að Payton verður áfram í liðinu.
Það eru alltaf skemmtilegar umræður í kringum lakers liðið en núna held ég að þessar verða ekki toppaðar. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjörnur eins og Shaq og Kobe eru á lausu, og það er ekki ða hverjum degi sem lið vill ekki semja við þjálfara sem á 9 meistaradeildarhryngi.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt