Detroit NBA meistarar 2004 Já það hefur gerst. Draumurinn hjá Karl Malone og Gary Payton er farinn. Detroit Pistons urðu í nótt NBA meistarar er þeir slógu út Los Angeles Lakers í nótt með 100-87 sigri. Það tók Pistons aðeins 5 leiki til að klára seríuna.

Þetta er í fyrsta skipti sem Phil Jackson tapar einvígi í úrslitum NBA en hann hefur unnið 9 titla. Þetta var hinsvegar fyrsti NBA titill Larry Brown's en hann tapaði á móti Lakers 2001 þegar hann stýrði Philadelphiu 76'ers.

Síðast urðu Detroit meistarar fyrir 14 árum, þegar viðurnefnið “Bad Boys” var fast við þá en þá voru menn eins og JOe Dumars og Isiah THomas fremstir Detroit manna.

Það má segja að liðsheild hafi sigrað stjörnuleikmenn í þessari viðureign en Lakers þóttu sigurstranglegir í byrjun tímabilsins með menn eins og Shaquille O'Neal, Kobe Bryant, Gary Payton og Karl Malone.

Chauncey Billups hefur svo sannarlega flakkað á milli liða í deildinni en hann kom í deildina árið 1997 og er Detroit sjöunda liðið sem hann spilar með. Hann hefur fótað sig vel í Detroit borg og var valinn Finals MVP eða mikilvægasti maður úrslitakeppninnar.

Kobe Bryant hitti enn illa, skoraði 24 stig en hitti aðeins 7 af 21 skotum sínum, að auki var nýtingin hans í þessari rimmu aðeins 38%. Shaq var í villuvandræðum, skoraði 20 stig og hitti vel, 7 af 13 skotum en vítin voru samt ekki að gera sig hjá honum. 6 af 16 skotum fóru ofan í. Skil ekki að maður sem tekur flest vítaskot í allri deildinni getur ekki hitt 50% skota sinna (vítaskot það er að segja).

Karl Malone er líklega að enda sinn feril en það er ekkert víst. Hann lék ekki með í nótt vegna meiðsla. Gaman er að geta þess að þetta tímabil var hans 19. tímabil og í ár var hann fyrst að meiðast á ferlinum. Hann hafði aldei misst af meira en 2 leiki á ári.

Richard Hamilton spilaði mjög vel, skoraði 21 stig og var með um 21 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í þessari úrslitarimmu. Hann er ungur og bráðefnilegur og eins og Billups, virðist hafa fundið sér gott lið tila ð vera í. Hann er að spila sitt fimmta tímabil og sitt annað með Detroit.

Big Ben Wallace er einnig að vinna sinn fyrsta titil, eins og held ég bara flestir leikmenn Detroit. Wallace kom til Detroit árið 2000 frá Orlando, í skiptum fyrir Grant Hill en Orlando hafa ekki fengið mikið úr þeim skiptum. Ben gerði vel í því að dekka Shaq í rimmunni og var hann (Ben) með um 13 stig og 8 fráköst í þessari rimmu. Á tímabilinu var hann hinsvegar með 9,5 stig og 12,4 fráköst.

Þess má geta að Detroit er núna fyrsta liðið á austurströndinni til að vinna titil síðan Bulls og Jordan árið 1998 en Lakers og Spurs hafa einnokað þennan blessaða eftirsótta titil síðan.

Já þess má geta að ég sá ekki allan leikinn svo að ég get hafa sagt einhverja vitleysu.


En lokaorð.

Detroit eru NBA meistarar árið 2004.
Til hamingju með það