Lakers Detroit. .... GAME 4 Eins og með hina greinina þá verður þessi grein ekki í lengri kanntinum ÞVÍ AÐ ég þurfti enn og aftur vakna mjög snemma (06:20) og skella mér í vinnuna. Ég ráðlegg þeim sem eru ekki búnir að sjá leikinn, til að drulla sér út úr þessari grein núna en ef að þið viljið spoila fyrir ykkur, þá be my guest.


Já game 4 fór fram á heimavelli Detroit manna í nótt. Eins og flestir vita þá tóku Detroit menn 2-1 forystu í game 3, og gátu í nótt trygt stöðuna sína helvíti vel, í einvíginu um meistaratitilinn. Já leikurinn fór þannig að Detroit sigruðu með 8 stiga mun, 88-80 og má segja að 4. leikhluti hafi gert útslagið en Detroit skoruðu 32 stig þar gegn 24 stigum Lakers manna.

Shaq var eini sem var að skora eitthvað af viti í Lakers liðinu en hann átti stórkoslegan leik, 36 stig og 20 fráköst. Var hann mjög fúll því að honum fannst þeir vera með sigurinn í höndunum, bara þessi fjórði leikhluti sem klúðraði þessu.

Kobe Bryant hitti illa eins og áður, 8 af 25 skotum. Hinsvegar nýttti Shaq 16 af sínum 21 skotum.

Rasheed Wallace átti mjög góðan leik en hann nýtti sér það að Malone var ekki alveg heill og spilaði því ekki 100% vörn. Rasheed skoraði 26 stig og greip 13 stykki, sem og nafni hans, Ben Wallace.

Mér finnst doldið skemmtileg staðreynd að draft nr 2 í ár spilaði aðeins mínútu í leiknum. Fyndin staðreynd.


Það er klárt mál að Detroit menn eru að vinna á liðsheild. ALveg klárt mál. “Auka” leikmennirnir í Lakers liðinu eru ekkert að standa sig neitt, allavegana þarf Shaq að skora helvíti mikið til þess að vinna leiki. Allir í Detroit liðinu eru hinsvegar að leggja sig alla fram…

.. enda hefur detroit sigrað 3 leiki en Lakers aðeins 1