Þessi leikur verður ekki í lengri kantinum því að ég sá ekki leikinn í nótt því að ég þurfti að skella mér í vinnuna kl 07 í morgun en ætla bara að skrifa stuttlega lýsingu um hann, það sem ég les á netinu.
En jú flestir sáu leik nr 2 þar sem Lakers mörðu sigur á Detroit mönnum. Fyrstu tveir leikirnir fóru fram á heimavelli Lakers, en núna fengu Detroit tækifæri á að leika á sínum heimavelli í nótt.
En já það má segja að Lakers voru rasskelltir í nótt. Athugið, ég sá ekki leikinn svo að ég gæti farið að fullyrða eitthvað sem er ekki rétt svo að endilega leiðréttið mig.
20 stiga sigur Pistons var niðurstaðan í lokin og má segja að sigurinn hafi verið að mörgu leyti þakka því að Pistons náðu að halda KObe og Shaq í lágu stigaskori og nýtingu. Kobe hitti aðeins 4 af 13 skotum (11 stig samtals) og Shaq hitti reyndar vel, 7 af 14 en aðeins 14 stig. Skotnýting Lakers var 36%. Ben Wallace stríddi Shaq með góðri vörn og fékk Shaq aðeins 2 vítaskot. Shaq var einnig í miklum villuvandræðum.
Richard Hamilton átti stórleik fyrir PIstons, skoraði 31 stig.
Jæja svona er það. Pistons hafa náð 2-1 forystu og þykja að mínu mati líklegir sigurvegarar í þessari viðureign. Ég skil þetta bara ekki. Hvernig getur þetta stórstjörnu Lakers lið aðeins skorað 68 stig.
EItt er víst. Phil Jackson þarf aldeilis að tala við sína menn og láta þá heyra það ef að Payton og Malone vilja enda ferilinn sinn (allavegana Malone) með bros á vör, sem ég er ekki að sjá gerast með þessu áframhaldi. Payton hefur verið afleiddur í undanförnum leikjum, skoraði aðeins úr 2 af 7 skotum sínumen gaf hinsvegar 7 stoðsendingar. ÉG sá leik nr 2 og þar átti hann annarsvegar mjög lélegan leik.
Jæja nenni ekki vera að fullyrða meira um leik sem ég sá ekki.
Hvernig fannst ykkur leikurinn ?