Lakers - Pistons ... Finals 2004 Já fyrst að enginn annar hefur nennt að skrifa eitthvað um þetta þá geri ég það bara … hef nokkrar mínútur núna lausar. En eins og flestir kannski vita þá mætast Los Angeles Lakers og Detroit Pistons.

Lakers eiga nú möguleika á því að endurná titlinum og vinna fjórða titilinn á fimm árum. Það er kunnugt mörgum hér að Lakers urðu þrefalldir meistarar á árunum 99-02.

Detroit hafa ekki unnið titil síðan árið 1990 en það var annar titill liðsins í röð … með þá Joe Dumars og Isaih Thomas fremsta í flokki. Nú eru aðrir tímar og Ben Wallace, Rasheed Wallace og Richard Hamilton leiða liðið að þessu sinni.

Þessi viðureign er ekki sú skemmtilegasta að mínu mati. Ég hefði vilja sjá Indiana í úrslitum en eins og kannski flestir vita þá leggja Detroit mikið á góðan varnarleik og fer stigaskorið þá í leikjum Detroit manna varla yfir 90 stig … stundum ekki yfir 80 stig.

Karl Malone og Gary Payton eru hársbreidd frá því að ná takmarki sínu eða ástæðunni fyrir því að þeir fórnuðu nærri því öllum launum sínum og fluttu til Kaliforniu. Lakers var möguleikinn á titli… hvorugur hafði unnið einn.

Með sigri í ár þá stefnir Phil Jackson að því að fá sinn tíunda meistarahring á 13-14 árum (held ég). Ég þori ekki að fara með það en ég held að Phil Jackson sé eini þjálfarinn sem hefur unnið þrjár þrennur … tvær þrennur með Bulls eða 6 titlar alls, og eina þrennu með Lakers sem gerir það 9 titla. Er tíundu handan við hornið ?

Jæja fólk. Hvernig fer þetta. Ræður Ben Wallace við Shaq. Ef að það er einhver maður í deildinni sem mun ráða við Shaq þá er það Ben Wallace. Mun Richard Hamilton standast pressuna. Hamilton er búinn að brillera núna í úrslitakeppninni og er lykilmaður í liði Detroit. Rasheed Wallace átti örugglega ekki von á því þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í vetur með Atlanta Hawks, að hann mundi spila til úrslita í deildinni. Kobe Bryant er nú að ljúka við sitt áttunda tímabil í deildinni og hugsanlega fjórða titil. Það er alveg rosalegur árangur ef að maður pælir í þvái ð Jordan þurfti að bíða í 7 ár eftir fyrsta sínum.

Jæja … Hvernig fer þetta ???