Loksins, loksins góðar fréttir fyrir okkur Orlando aðdáendur.
Í gær var dregið um sæti í nýliðavalinu 2004 og Orlando Magic sem var með versta árangurinn í deildinni í ár fékk fyrsta valdrátt. Þetta er í þriðja skipti sem þeir fá fyrsta valdrátt, 92 völdu þeir Shaq fyrstan og ári seinna fengu þeir aftur 1. valdrátt og völdu þá Chris Webber, sem þeir skiptu strax fyrir Penny Hardaway. Þetta var mikil gæfa fyrir Orlando en auk þess að þetta mun bæta liðið töluvert eykur þetta líkurnar á að Orlando nái að halda T-Mac áfram í herbúðum sínum. T-Mac sem er orðinn hundleiður á þessum lélega árangri hefur verið orðaður við hvert liðið á fætur öðrum seinustu vikurnar en ef hann fengi góðan leikmann í liðið hugsa ég að hann muni að minnsta kosti vera eitt ár í viðbót, sem er náttúrulega mjög gott:)
En aftur að nýliðavalinu. Það eru tveir leikmenn sem koma til greina sem fyrsti valdráttur. Það eru þeir Emeka Okafor, háskólaleikmaður ársins og Dwight Howard sem kemur beint úr miðskóla. Luol Deng, Shaun Livingston og Ben Gordon koma ekki til greina þar sem Orlando þarf nauðsynlega frákastara. Liðið er búið að vera með lélegustu frákasta- og varnarliðum NBA liðunum undanfarin ár og þarf að ná í einhvern sem getur stjórnað vörninni. Þess vegna finnst mér Emeka Okafor líklegasti valkosturinn. Hann er frábær varnarmaður, besti varnarmaðurinn í ár í háskólaboltanum auk þess sem hann er rosalega góður á postinum. Hann minnir mig mjög mikið á Elton Brand og ég er á því að hann gæti alveg orðið álíka góður og Elton.
Það er líka annað sem gerir hann álitlegri kost en Howard fyrir Orlando og það er aldurinn. Orlando þarf að fá góðan leikmann og það strax, þ.a.e.s ef þeir ætla að halda T-Mac í liðinu. Howard er ekki eins tilbúinn í NBA deildina og LeBron var, hann mun þurfa einhver ár til að verða þessi stórstjarna sem hann á að verða, svona eins og með Kobe, T-Mac og Garnett. Okafor hins vegar er búinn að fara í gegnum 3 ár í háskólaboltanum og er tilbúinn í hina miklu pressu sem er á NBA leikmönnum. Það gerir hann að mun álitlegri leikmanni fyrir Orlando.
Síðan eru náttúrulega tveir aðrir möguleikar í stöðunni hjá Orlando. Það er annars vegar að skipta valdráttinum fyrir leikmann, það hefur gerst áður, og svo hins vegar að koma öllum á óvart og velja dripplara eins og þeir gerðu '93 þegar þeir völdu Penny. Þá myndu þeir líklegast velja Shaun Livingston eða Ben Gordon. Þeir eru báðir mjög efnilegir leikmenn og eiga eflaust eftir að verða mjög góðir. Samt ætla ég að halda mig við þá skoðun að Orlando velji Okafor.
Hérna er svo röðunin fyrir dráttinn (1. umferð) (Í sviga árangur liðsins í vetur):
1. Orlando
2. L.A. Clippers
3. Chicago
4. Charlotte
5. Washington
6. Atlanta
7. Phoenix
8. Toronto
9. Philadelphia
10. Cleveland
11. Golden State
12. Seattle
13. Portland
14. Utah
15. Boston
16. Utah (frá New York)
17. Atlanta (frá Milwaukee)
18. New Orleans
19. Miami
20. Denver
21. Utah (frá Houston)
22. New Jersey
23. Portland (frá Memphis)
24. Boston (frá Dallas)
25. Boston (frá Detroit)
26. Sacramento
27. L.A. Lakers
28. San Antonio
29. Indiana
(Minnesota fær ekki að velja út af einhverju?)