Úrslitaviðureignin í austurdeildinni er hafin og eru það Pacers og Detroit Pistons sem keppa til úrslita. Í nótt var leikinn fyrsti leikur viðureigninnar í Indiana fylki. Að mínu mati finnst mér að Indiana ættu að fara í úrslit … Indiana spila skemmtilegan bolta en að mínu mati, athugið, spila Detroit hálf leiðnlegan varnarleik. Góður varnarleikur, en hver vill sjá varnarleik í úrslitum NBA.
Pistons byrjuðu leikinn betur og höfðu yfir eftir fyrsta leikhluta, 26-22. Tóku Pacers á sig og rústuðu öðrum leikhluta, 26-15 svo að staðan í hálfleik var 48-41, Pacers í vil. Eftir þrjá leikhluta var staðan svo orðin 61-58.
Víkjum okkur núna í fjórða leikhluta þegar það eru 1 mínúta og 23 sekúndur eftir. Jeff Foster jafnar leikinn 74-74 fyrir Indiana. Pistons klúðruðu næstu sókn og Pacers ná frákastinu. Reggie Miller, sem hafði klúðrað öllum sínum 6 skot í leiknum, fær boltann þegar 31 sekúndur eru eftir og negglir þrigja stiga körfu oní. Richard Hamilton reynir að jafna þegar það eru 20 sek eftir en það tókst ekki. Miller fer á vítalínuna þegar það eru 6 sekúndur eftir og tryggir Pacers sigurinn.
Hjá Pistons var Ben Wallace líklega besti maðurinn, 11 stig, 22 fráköst og 5 varin skot. Jermaine O'Neal var besti maður Indiana með 21 stig og 14 fráköst. Þó að Reggie Miller hafi verið hetja leiksins skoraði hann aðeins 6 stig.
Já þessi viðureign er komin af stað. Ég held að þessi viðureign verður rosaleg. Game 7 win býst ég við. Indiana munu eiga erfitt við að brjóta þessa sterku vörn hjá PIstons en gleymum því ekki að Indiana er líklega besta liðið í deildinni … að mínu mati að minnsta kosti.
Þessi viðureign fer 4-3 fyrir Indiana því að þeir eru með heimavallarréttinn.