Frábærir leikir Jæja, loksins kemur eitthvað nýtt hingað. Ég hef verið latur við þetta á seinustu dögum en núna er spennan í hámarki, a.m.k. tveir oddaleikir og ég ætla að reyna að vera virkur næstu daga.



Eins og fyrsta umferðin var leiðinleg hafa undanúrslitin verið stórskemmtileg. Lakers er eina liðið sem er komið í úrslit deildanna, þeir tóku Spurs 4-2 þvert á allar spár. Besti leikurinn var án efa 5. leikurinn þegar Derek Fisher fékk sínar 15 mínútur af frægð. Leikurinn var high voltage frá upphafi til enda en það virtist sem SAS voru búnir að tryggja sér sigur þegar Duncan setti langt skot yfir Shaq og 0,4 sek eftir. Lakers taka þá tíma og plana greinilega að finna annað hvort Kobe eða Payton. Þeir eru hinsvegar yfirdekkaðir og geta ekki sótt boltann þannig að Fisher er eini möguleikinn. Hann fær boltann og tekur fáránlegt fade-away yfir Ginobili sem fer náttúrulega beint niður og Fisher er hetja dagsins.
Spurs virðast hafa misst alla von við þetta tap og Lakers unnu auðveldan sigur í 6. leiknum. Spurs hitti illa og Lakers kláraði dæmið í seinni hálfleik. Þeir munu svo taka á móti Kings eða Timberwolves í úrslitum vesturdeildarinnar.

Ég held að ég geti fullyrt að nánast allir hafi haldið að Indiana myndi rúlla yfir Miami. Allir nema Stan van Gundy og félagar í Heat. Eftir að Indiana byrjaði á tveimur léttum heimasigrum tóku leikmenn Miami sig til og jöfnuðu seríuna með tveimur góðum sigrum. Munaði þá mest um góðan leik nýliðans Dwyane Wade. Ég er að segja ykkur, hann á eftir að verða verulega góður í framtíðinni.
En aftur að seríunni. Indiana vann svo 5. leikinn og staðan er núna 3-2 fyrir þeim. Næsti leikur er í Miami á morgun og það væri mjög gaman að sjá hann, sýn er ekki búið að sýna neinn leik í þessari seríu.



Hinar tvær seríunar, Kings-Timberwolves og Nets-Pistons eru einnig búnar að vera frábærar. Staðan er 3-3 í þeim báðum og spennan í hámarki. 6. leikirnir voru spilaðir í gær og Kings-Wolves var sýndur á sýn.


Minnesota byrjaði mun betur, Sprewell var heitur og allt var að ganga í fyrsta fjórðung. En í 2. tók Mike Bibby til sinna ráða, skoraði 12 stig í fjórðunginum og allt í einu var Sacramento að stjórna leiknum. Þeir náðu 13 stiga mun í lok leikhlutans þegar Peja setti buzzer beater rúmum metra fyrir utan 3-stiga línuna. 3. leikhluti var slappur. Liðin skiptust á að klúðra og munurinn hélst jafn.
Í lok hans varð allt brjálað á vellinum þegar Anthony Peeler smettaði KG og var rekinn úr húsi. Þetta var einhvern vegin þannig að Wally Szczerbiak gerði eitthvað við Peeler og Peeler svarar með olnbogaskoti í KG. Í næstu sókn hefnir KG sín með ólöglegri hindrun (sýndist mér) og þá klikkast Peeler og smettar KG. Hann mun örugglega fara í eitthvað bann útaf þessu, þetta var helvíti ljótt.
En þá að 4. leikhluta. Fyrstu mínúturnar gekk allt upp hjá Minnesota og þeir náðu að minnka muninn í 7 stig. Þar skipti mestu um góðan leik hjá Wally Worm. Það dugði samt ekki og Kings kláruðu þetta á lokamínútunum, 17 stiga sigur 104-87.

Nets-Pistons er líka búið að vera frábært einvígi. 5. leikurinn var einna helst frábær en hann endaði með sigri Nets 127-120 eftir þrjár framlengingar. Billups náðí að setja 40 feta þriggja stiga buzzer í lok venjulegs leiktíma og jafna leikinn. Síðan komu tvær jafnar framlengingar en í framlengingu númer 3 var það Brian Scalabrine (já, ótrúlegt en satt) sem steig upp og kláraði leikinn fyrir Nets.

Í leiknum í gær var Detroit sterkara liðið. Þeir unnu leikinn á sinn máta, með sterkri vörn og lokatölurnar 81-75.