hvað er það? ju það er nýja liði sem verður 30 liðið í NBA deildinni og kemur inn á næsta season. ég var að leika mér að skoða síður liðana þegar ég sá þetta á nba.com “bobcats” og hafði ekki grænan hvað þetta vær, datt helst í hug að þetta væri eitthvað íshokkílið en NEI þetta er nyja NBA liðið.
jæja til að koma sér að málinu þá kemur þetta lið inn án þess að vera með nokkurn leikmann á roster og verður þvi svokallað “expansion draft” þar sem liðið velur sé leikmenn frá öðrum liðum í deildinni, eins og ég skil þetta þá gera liðin eftir playoffs lista yfir max átta leikmenn sem þeir geta neitað að láta frá sér, en svo geta Bobcats valið sér alla hina leikmennina. Charlotte meiga ekki velja meira en einn leikmann frá hverju liði en vegna þess að þetta er nýtt lið eru þeir bara með 66% af launaþakiá venjulegra liða fyrsta árið og fara svo í 75% á öðru ári. Charlotte fá svo auðvita að vera með í rookie draft picki en þeir fá ekki hærra en 4 pick en verða samt sem áður í fantasy draftinu og ég held að þeir fái bara þá möguleika sem 4 neðsta liðið hefði átt að fá.
Þetta finnst mér alveg brilliant kerfi og verður spennandi að sjá hvað gerist þarna, lið eins og Dallas, Indiana og jafnvel Detroit sem eru með mjög stóran og breiðan hóp gæti orðið fyrir missi hérna vegna þess að þeir geta bara verið pottþéttir á að halda 8 gaurum.
Pælingin mín hérna er að charlotte gæti valið sér nokkuð marga efnilega gaura, tökum t.d. Dallas sem eru með byrjunarlið + Danny fortson, antawn jamison, Najera, Bradley og síðan eru þeir með 2 rookie-a sem voru valdir í all rookie second team.
Detroit eru svo með þennan magnaða hóp, með rookie, sem þeir hafa reyndar ekki notað mikið en það er víst útaf þvi að þeir eru eitthvað að gera úr honum alvöru NBA leikmann, svo eru þeir víst með annan gaur sem þeir dröftuðu í ár líka en spilaði áfram með liðinu sínu Skipper bologna og er að avr. flest assist á leik, var að spila í undanúrslitum í Euroleague þar sem þeir unnu og þessi leikmaður var stigahæstur með 27 stig og hitti þar 5 af 7 þristum.
Þetta verður spennandi að sjá hvernig fer en expansion Draftið verður 22 eða 23 jan eftir þvi hversu marga leiki úrslin fara í. svo verður að ég held Rookie draft þann 24.