Flestir hafa kannski tekið eftir því hér að maður hefur ekki verið neitt rosalega virkur hér á þessu áhugamáli og vil ég kenna ákveðnum samræmdum prófum sem eru að fara að hella sig yfir okkur SIrk og munum við ekki vera mjög virkir á þessu áhugamáli næstu 2 vikurnar en ég hef núna smá tíma til þess að fjalla um leik Houston og Lakers sem var í gærkvöldi.
Eins og kannski flestir þeir sem eru með sýn eða vilja skaða augu sín og horfðu á ruglað, horfði ég á leikinn í gærkvöldi. Þessi viðureign er sú skemmtilegasta í úrslitakeppninni að mínu mati, eða allavegana sú athyglisverðasta. Houston vs L.A .. Shaq vs Yao, Kobe vs Francis. Skemmtileg tvíeyki þar á ferð. En leikurinn var háður í Houston Texas í gærkvöldi og var staðan fyrir leikinn 2-1 fyrir Lakers í viðureigninni.
Fyrsti hálfleikur var jafn mest allan tímann og var staðan í háfleik 45-41. Brilleraði hann Karl Malone, með 19 stig og 8 fráköst.
Víkjum okkur núna aðeins í þriðja leikhluta. Þegar skammt er eftir af honum hittir Gary Payton þriggja stiga körfu, í þeirri von um að slökkva algjörlega í Houston mönnum og ná Lakers 14 stiga forskoti, 69-55. Í lok þriðja leikhluta var staðan 69-59, 10 stiga munur, Lakers í vil.
Hægt og sígandi í fjórða leikhluta ná Rockets menn að saxa forksotið aðeins niður af vítalínunni, en þegar 7 mínútur eru eftir koma Shaq og Kobe með sitthvora körfuna og munurinn er kominn í 8 stig eftir að Rockets náðu að minnka niður í 4 stig. Þá stígur maður upp að nafni Steve Francis og treður eina rosalega körfu og heldur Rockets inní leiknum. Í næstu sókn skorar Francis aftur og staðan er orðin 73-77 (Lakers í vil). Cuttino Mobley fer á vítalínuna og minnkar muninn aftur, 75-77.
Liðin skora síðan hvora körfuna fyrir sig og víkjun núna í stöðuna 79-81. 48 sek eftir og Houston með boltann. Francis með boltann milli vítalínunnar og þrigjga stiga línunnar, feikar snögg með hreyfingu og skýtur boltanum ofan í og jafnar leikinn 81-81. Húsið trylltist. Tekið var Time out. Förum nú aðeins áfram og það eru 3 sekúndur eftir af leiknum. Kobe freistar þess að vera hetja en tekst það ekki … were going to overtime.
Já framlenging, hvorki meira né minna. Hoston ná að komast í 87-83 eftir körfu frá Cuttino Mobley, Malone skorar aðeins síðar sín 28. stig og minnkar muninn fyrir Lakers. En svo komu vonbrigðin fyrir Rockets. Ming með 6 villur og beint út af. Nú verður þetta erfitt. Það má eiginlega segja að eftir þetta hafi Kobe Bryant klárað leikinn fyrir Lakers. Kobe stal boltanum og kemur Lakers yfir, síðar fær hann körfu og vítaskot. Lakers vinna leikinn, 92-88.
Maður leiksins án efa Karl Malone hjá Lakers. 30 stig og 13 fráköst var niðurstaðan hjá honum. Staðan 3-1 fyrir L.A og næsti leikur er í Staples Center í L.A. Má kannski segja að Houton eru líklegar úr leik.