Nú er spennan í hámarki í Vesturdeildinni en þegar liðin eiga 2-3 leiki eftir geta fjögur lið unnið deildina. Eins og flestir vita eru þetta Minnesota, LA Lakers, San Antonio og Sacramento en staðan er svona:
Minnesota 56-24 - 70,0% vinningshlutfall
LA Lakers 54-25 - 68,4%
Sacramento 54-25 - 68,4%
SA Spurs 54-25 - 68,4%
Ef að þetta endaði svona myndi Minnesota semsagt vinna deildina, en hin þrjú vera hnífjöfn. Þá þyrfti að skoða innbyrðis sigra á milli liðanna til að skera úr um hvar liðin myndu enda. En þar sem Sacramento og Lakers eiga eftir að spila einn leik, spila hann á morgun, er hreinlega ómögulegt að segja til um hvar liðin enda í dag. Lakers er undir 2-1 í viðureignum sínum við Sacramento, Sacramento-San Antonio er 2-2 og Lakers vann leiki sína á móti Spurs 3-1.
En kíkjum núna á leikina sem liðin eiga eftir.
Minnesota spilar á móti Utah heima 12. apríl og Memphis þann 14.
Sacramento á Lakers heima 11. apríl, Denver úti 12. apríl og Golden State úti 14. apríl.
Lakers á Sacramento úti 11. apríl, Golden State heima 13. apríl og Portland úti 14. apríl.
Spurs eiga Clippers úti 11. apríl, Portland úti 12. apríl og Denver heima 14. apríl.
Minnesota er í langþægilegustu stöðunni. Þeir eiga tvo leiki eftir og þurfa aðeins að vinna annan þeirra til að taka þetta. Þeir eru á góðu róli, búnir að vinna 7 leiki í röð og mér finnst ólíklegt að þeir fari að tapa þessu núna. Kevin Garnett Þeir munu að minnsta kosti vinna Utah og gott ef ekki Memphis líka. Minnesota vesturdeildarmeistarar og KG MVP.
Spurs á léttari leið en Lakers og Sacramento í næstu leikjum. Þeir spila á móti Clippers á morgun, leikur sem þeir eiga að vinna og svo Portland og Denver, tvö lið sem eru í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Spurs eru rosalega heitir, búnir að vinna 8 leiki í röð og ég er á því að þeir taki þessa leiki sem þeir eigi eftir.
Sacramento - LA Lakers verður rosalegur leikur. Sacramento er búið að ganga illa í síðustu leikjum, tapað tveimur seinustu og það virðist lélegur mórall í liðinu. Chris Webber er búinn að lýsa því yfir að hann fari líklegast til annars liðs í sumar og aðdáendur Kings eru ekki ánægðir með það.
Lakers hefur hins vegar allt gengið í haginn undanfarið, reyndar töpuðu þeir tveim leikjum í röð, en ef litið er yfir mánuðinn er árangur þeirra glæsilegur. Núna þurfa þeir hins vegar á sigri að halda því ef Sacramento vinnur er öruggt að Lakers nái ekki 2. sæti. Mér finnst Lakers líklegri til þess að vinna þennan leik. Þeir eru ávallt góðir undir pressu og núna mun það koma til hjálpar.
Síðan finnst mér líklegt að Sacramento eigi eftir að tapa leik til viðbótar. Þeir eiga eftir Denver úti og það verður erfiður leikur.
Ef að þetta myndi enda eins og ég hef spáð yrði staðan þá svona.
Minnesota 58-24 - 70,7%
LA Lakers 57-25 - 69,5%
San Antonio 57-25 - 69,5%
Sacramento 55-27 - 67,1%
Síðan vill ég minna alla á að horfa á Sacramento - Lakers. Hann verður sýndur á Sýn á sunnudaginn kl. 23:00