Scottie Pippen, 17 tímabil og 6 titlar. Þetta er það sem hann skilur eftir sig en það er líklegt að hann snúi ekki aftur á næsta tímabili út af þrálátum meiðslum og líklegast er bara kominn tími á kallinn til þess að hætta. Pippen hefur aðeins spilað 23 leiki í vetur með Chicago Bulls út af meiðslum í hné og fór í uppskurð í Desember. “Ég vil spila einu sinni enn til að kveðja leikinn, en ég held að ég geti þetta ekki lengur. Ég vil, en ég bara get ekki” sagði pippen.
Eins og ég sagði hefur Pippen aðeins spilað 23 leiki í vetur, skorað rúm 6 stig í þeim og tekið 3 fráköst. Þetta eru engar rosalegar tölur en svona er þetta með flestar stjörnur sem hætta allt of seint að mínu mati.
Það sem gerir Scottie Pippen frægan var samvinnna hans og Michael Jordans. Pippen var valinn fimmti í nýliðavalinu 1987 af Seattle Supersonics en lék ekkert með þeim áður en hann var skiptur til Chicago Bulls þar sem hann mundi hitta manninn sem átti eftir að setja stimpil á feril Pippens.
Pippen lék með Chicago í 10 tímabil (87-97) og vann 6 titla á því tímabili. Erfitt hefði verið fyrir Bulls liðið að vinna þessa titla hefði Scottie Pippen ekki verið með þeim og hjálpað Jordan að leiða liðið til sigurs. Skoraði hann oftar en ekki yfir 20 stig á tímabili (tölurnar fóru upp og niður milli tímabila) og tók jafnan milli 7-8 fráköst. Fyrstu titill þeirra félaga varið tímabilið 90-91 þegar Bulls sópuðu Magic Johnson og félugum í Lakers 4-1 í úrslitum.
Komu síðan 2 titlar í röð hjá Bulls (91-92 og 92-93) en svo tilkynnti Michael Jordan að hann væri hættur atvinnumennsku í körfuknattleik. Voru þetta gífurleg vonbrigði fyrir Bulls sem þurftu þá að treysta á Pippen og Steve Kerr. Bulls voru slegnir úr úrslitakeppninni í 8 liða úrslitum af NY sem komust alla leið í NBA úrslit en töpuðu á móti Hakeem Olajuwan og félugum í Houston.
Þegar 5 mánuðir voru eftir af 94-95 tímabilinu, tilkynnti MIchael Jordan endurkomu sína í NBA deildina eftir að hafa leikt sér í hafnabolta í 17 mánuði. Þetta setti bros á vör hjá Pippen sem munti þá fá félaga sinn aftur í liðið. Pippen endaði tímabilið með 21,6 stig í leik, 8,1 fráköst og rúmlega 3 stolna bolta. En sama sagan átti eftir að endurtaka sig í úrslitakeppninni. Bulls voru slegnir út í 8 liða úrslitum af Shaquille O'Neal og Penny Hardaway í Orlando Magic.
95-96 tímabil Chicago Bulls átti eftir að komast í sögubækurnar í NBA. 72 sigurleikir á móti 10 ósigrum er núverandi met í NBA yfir flest sigraða leiki á einu tímabili. Brilleruðu Pippen og Jordan algjörlega. Tölurnar hjá PIppen lækkuðu aðeins en það var aðeins út af því að Jordan hafði komið aftur. Einnig hafði einn mesti trúður deildarinnar látið ljós sitt skína í Chicago, hann Dennis Rodman, einn öflugasti frákastari allra tíma (miðað við hæð). Saman voru þeir eitt öflugasta þríeyki deildarinnar. Chicaco sigruðu Seattle Supersonics 4-2 í úrslitum og fullkomnaði það endurkomu Jordans. Næstu tvö ár féllu bæði Bulls megin, 2 titlar í viðbót og Jordan hætti.
97-98 tímabilið lék Pippen aðeins 44 leiki vegna hné meiðsla. Var þetta einni hans síðasti titill og jafnframt síðasta skipti sem hann lék með Michael Jordan. Eftir þetta tímabil hætti Jordan og Pippen var skiptur til Houston Rockets. Var þar aðeins í 1 tímabil, lék 50 leiki, skoraði 14,5 stig, 5,2 fráköst og 5,8 stoðsendingar. Þaðan var honum skipt yfir til Portland Trailblazers og þar spilaði hann 4 tímabil. Pippen kraulaði rétt yfir 11 stigin þar í leik og 5 fráköst.
Í ár reyndi hann endurkomu til Chicaco en hún var ekki vel heppnuð þar sem meiðslin tóku sín völd eins og ég var búinn að nefna.
En nú eru allar líkur á því að Scottie Pippen leiki ekki lengur í NBA deildinni.