Ungir og efnilegir Það virðist stefna í góðæri í NBA deildinni en þrátt fyrir að það séu ekki leikmenn í dag sem eru eins góðir og Jordan, Magic eða Larry Bird er svo ótrúlegur fjöldi af efnilegum leikmönnum að deildin ætti að verða mjög skemmtileg á næstu árum. Það eru margir leikmenn í háskóla og miðskóla sem að ættu að verða stjörnur á næstu árum. Ég ætla að fjalla um nokkra sem ég held að verði góðir, jafnvel frábærir á næstu árum.


Dwight Howard - PF - 2,11 m. - 255 pund - Southwest Christian High School

Það virðist sem hann muni verða valinn fyrstur í ár, nánast allir spá honum fyrsta valdrátti. Dwight Howard er alveg ótrúlegur leikmaður. Hann verður 19 ára í ágúst en er samt vel yfir 2 metra og 255 pund af vöðvum. Hann hefur verið dominator í ár í háskólaboltanum, er með 25 stig, 18 fráköst og 8 varin skot að meðtaltali. Howard er frábær alhliða sóknarleikmaður en hann spilaði áður sem ás og hefur þaðan góða boltameðferð. Hann er líka með gott skot og er náttúrulega mjög sterkur undir körfunni. Eins og sést á stötsunum spilar hann einnig frábæra vörn. Hann leggur mjög hart að sér í vörninni, er alltaf á fullu, stelandi boltum, verja skot eða taka fráköst.Ef maður á að finna einhverja galla við leik hans væri það þá helst að hann er ekki nógu góður á low-post miðað við stærð og kraft.
Það sem ég hef séð með honum lofar mjög góðu og ef hann heldur áfram að sýna svona miklar framfarir gæti hann orðið leikmaður í stíl við Kevin Garnett.

Emeka Okafor - C/PF - 2,06 m. - 252 pund - Connecticut

Okafor hefur verið besti háskólaleikmaðurinn í ár og leitt lið Connecticut til góðs árangurs. Hann hefur sýnt ótrúlegar framfarir frá því hann kom í College, á fyrsta ári sá hann nánast bara um varnarleik en í dag er hann besti varnarmaðurinn og einnig mjög góður sóknarmaður. Hann er ótrúlegur blokkari og honum hefur verið líkt við Ben Wallace, bara betri sóknarmaður en Big Ben. Fáránlega sterkur á low-post, með slatta af hreyfingum þar. Hann þyrfti að hitta betur úr vítum (61%) og hæðin er einnig vandamál. Hann hefur spilað center í college en yrði frekar lítill í þá stöðu í NBA, þyrfti þá að venjast því að spila PF.

Luol Deng - SF - 2,03 m. - 220 pund - Duke

Luol Deng er bjartasta von Englands í körfuboltanum, reyndar er hann fæddur í Súdan en er með enskan ríkisborgararétt. Deng var næstbesti miðskólaleikmaðurinn í fyrra á eftir LeBron. Hann er mjög vinsæll í USA og þykir líkjast mjög fyrirmyndinni, Grant Hill. Hann er snöggur miðað við stærð, góður alhliða leikmaður og með mjög góðan skilning á leiknum. Persónulega finnst mér að hann ætti að halda áfram í háskólaboltanum því að það er öruggt að hann yrði einn besti háskólaleikmaðurinn á næstu árum.
Merkileg staðreynd, góðvinur fjölskyldu Deng er risinn Manute Bol, en þeir eru einmitt af sama afríska ættbálki, Dinka, en þaðan hafa komið margir af stærstu mönnum sögunnar.

Josh Smith - SF - 2,03 m. - 214 pund - Oak Hill Academy High School

Ótrúlegur íþróttamaður sem elskar að skemmta áhorfendum með brjáluðum troðslum og blokkum. Hann er góður á öllum sviðum, skorar, frákastar, ver skot og gefur stoðsendingar. Ég er nokkuð viss um að hann verði stórt nafn þegar hann kemur í NBA en hann er þessi týpa af leikmanni sem hefur borið mest á seinustu ár, svona eins og T-Mac, Paul Pierce og Kobe. Hann mun spila með Indiana háskóla á næsta tímabili þannig að við munum ekki sjá hann alveg strax í NBA.

_______________________________________________ _______________________________________________________ ______________________________

Þessir fjórir leikmenn eru þeir sem ég tel líklegastir til afreka en það er fullt af leikmönnum sem eru þess virði að hafa auga með. Fylgist með þessum hérna…

Shaun Livingston - Hefur verið líkt við Penny Hardaway (á yngri árum). 2 metrar á hæð en spilar ás. Með mjög góða boltameðferð. Einn besti miðskólaleikmaðurinn í ár.

Ben Gordon - Mjög góður PG sem er bæði góður skorari og varnarmaður. Besti PG í ár.

Hakim Warrick - Langur og mjór (2,03 og 84 kg). Frábær skorari og skemmtilegur leikmaður, alltaf með flottar troðslur, þótt hann reyni kannski of mikið af þeim. Með góða boltameðferð og fínt skot. Á eftir að vinna troðslukeppnina einhvern tíman, miðað við það sem ég hef séð frá honum.

Sebastian Telfair - Með ótrúlega boltameðferð og yfirsýn. Gæti orðið fyrsti PG sem er valinn í nýliðavalinu beint úr miðskóla. Frændi Stephon Marbury og spilar skuggalega líkan bolta og Starbury.

Andre Iguodala - Góður leikmaður á öllum sviðum. MJÖG SNÖGGUR. Mikill íþróttamaður og góður varnarmaður.

Pavel Podkolzine - Nýorðinn 19 en er 2,26 og yfir 300 pund. Næsti Gheorge Mureshan?

Ivan Chiriaev - Við fyrstu sýn virðist hann vera einn af þessum venjulegu evrópsku centerum, 7-1 og 235 pund, en hva, hann hefur spilað dripplara upp yngri flokkana. Núna er hann SG/SF og í viðtali sem ég las við hann sagðist hann vera líkur og Dirk Nowitzki, bara betri!


Jæja, ég nenni ekki að skrifa meir, fylgist með þessum leikmönnum.