Chris Webber sýndi fólkinu heima í Sacramento hvar hann ætti heima þegar hann reyndi endurkomu sína í liðið eftir meiðsli. Webber missti af fyrstu 58 leikjum Sacramento vegna hnémeiðsla en hann var að jafna sig eftir aðgerð. Margir veltu því fyrir sér hvort að Webber myndi gagnast liðinu eitthvað eða … fitta inní liðið á ný, en Sacramento hafa spjarað sig mjög vel án hans í vetur, sigrað 44 leikir og tapað aðeins 15.
Er þetta pínu bæting frá því í fyrra þótt að Webber var ekki með í þessum leikjum. Peja Stojakovic hefur bætt sig gríðarlega í ár og verið þeirra besti maður. 25,6 stig í leik (19,2 í fyrra) og 6,3 fráköst (5,5 í fyrra). Einni hefur þriggjastiga nýtingin hans bæst en hún er í 44 % og um 93% vítanýtingu.
Brad Miller nokkur hafði tekið við stöðu Webbers í byrjunarliði Sacramento og staðið sig vel. Byrjunarliðsmaður í Indiana Pacers í fyrra. Í þessum leikjum sem hann hefur spilað með Sacramento hefur hann skorað 15 stig í leik, tekið 10.8 fráköst og gefið 4,6 stoðsendingar. Nýtingin hans utan af velli hefur verið 51%.
Snúum okkur þá að leiknum í nótt. Kings tóku á móti L.A Clippers í ARCO Arena í Sacramento. Var Chris Webber í byrjunarliðinu og þurfti Brad Miller að víkja til hliðar. Persónulega hefði ég ekki sett Webber í byrjunarliðið en ég vissi ekki nákvæmlega stöðuna hans eins og þjálfarar og læknarnir þarna vestan hafs. Leikurinn fór jafnt á stað og staðan eftir fyrsta leikhluta var 33-33.
Staðan eftir þrjá leikhluta var 78-82. Þegar 2:21 eru eftir að fjórða leikhluta komast Clippers yfir 102-101 með vítaskotum frá Elton Brand. Tók þá Peja Stojakovic leikinn í sínar hendur og skoraði 6 stig síðustu 2 mínúturnar og Sacramento sigruðu 113-106.
Chris Webber spilaði í 30 mínútur og átti frábæran leik. 26 stig og 12 fráköst, 12 af 18 skotum á þeim tíma. Peja var drjúgur og skoraði 23 stig, jafn mikið og hann Brad Miller.
Já þá er hann Webber kominn aftur. Styrkir hann Sacramento mjög svo og ekki átti hann jafn erfitt að byrja og ég bjóst við en þetta er langur tími að spila ekki … 56 leikir.
Nú er bara spurning hvort að Sacramento ná að komast alla leið eins og ég hef vonað og bara einfaldlega taka Lakers í úrslitakeppninni.