
Ég hvet alla þá sem fóru ekki á þetta síðast að kíkja á þetta en þetta er algjör snilld. Ótrúlega skemmtilegar troðslur og bara … skemmtileg sýning þar sem maður getur hlegið oftar en einu sinni þegar lukkudýr Glotetrotter … hann Globie fer að stríða áhorfendum. Það mætti halda að þessir leikmenn séu bara einfaldlega heppnustu mannfjandar jarðarinar þegar gaurarnir taka sig til og kasta einhvernveginn aftur fyrir sig frá miðju og hitta spjaldið ofan í.
Ekki er búið að gefa upp miðaverð en það verður komið bráðlega. Ég man ekki alveg hvað kostaði á þá þegar ég fór fyrir 2 árum. Ætli það sé ekki eitthvða í kringum 3.000 kall. Sjálfur er ég ekki viss hvort að ég nenni á þetta aftur … mér finnst eins og þetta hafi verið í gær.