Nú er langt liðið á tímabilið og nýliðar fengið að venjast deildinni og allt umsvifið í kringum hana (ferðalögin, æfingar, fjölmiðla og fleira). Ég hef nú pínu tíma … alveg nývaknaður og vil aðeins að fara að spá í Rookie of the year og fleira.
Baráttan um Rookie of the year er aðalega um tvo leikmenn. Carmelo Anthony og LeBron James. Mikið hefur verið deilt um hvernig þessi verðlaunum er úthlutað eða hvernig menn dæma um hver fær þessi verðlaun. LeBron James hefur átt mjög gott tímabil og leiðir nýliðana í mörgum þáttum (efficiency, pts/per game, Steals/per game). Drengurinn er með 20,6 stig í leik, 5,7 fráköst og 5,7 stoðsendingar. Hann er með bestu tölurnar af nýliðunum er spurningin er … er það nóg til þess að vinna Rookie of the year þrátt fyrir að liðið heldur áfram að tapa.
Það var mikið deilt um það þegar Allen Iverson fékk Rookie of the year verðlaunin … að hann skuli hafa fengið verðlaunin þegar Sixers liðinu gekk skelfilega í deildinni en Stephon Marbury leiddi sitt lið til sigurs (mikið fleiri sigurleiki en Sixers). Þá er enn komið að þessu með hvernig menn dæma um titilinn.
Carmelo Anthony .. hinn kandidatinn okkar hefur komið mjög á óvart. Carmelo var valinn þriðji af Denver Nuggets .. á eftir LeBron og Darko Milicic nokkrum. Tölurnar hans Carmelo eru ekki síðri en hans LeBron's … 19,7 stig, 6,2 fráköst, 2,8 stoð og 1,28 stel. Það helsta sem skilur þá að er að Carmelo er að taka fleiri fráköst og LeBron úthluta fleiri stoðsendingum, enda LeBron Guard og Carmelo Forward.
Carmelo hefur hjálpað Denver Nuggets liðinu um mjög sem er eitt af óvæntustu liðum ársins, þó að það hangir neðarlega í vesturdeildinni enda í erfiðastu deildinni (Midwest, með MInnesota, San Antonio og Dallas). 32 sigurleikir og 26 töp er einn besti árangur liðsins seinni ára. Ef að liðið væri í Atlantshafs riðlinum væri það í næst efsta sætinu.
Þessir 2 leikmenn hafa ekki aðeins staðið uppúr úr þeim fjöld nýliðum sem spilað hafa í vetur. Dwyane Wade nokkur hefur komið á óvart með Miami Heat liðinu og hefur verið þeirra besti maður í vetur. Wade var valinn fimmti í nýliðavalinu. 17,1 stig í leik, 4,3 stoð og einnig 4,3 fráköst eru tölurnar hjá honum … og einnig er hann með góða fg nýtingu eða 48% nýtingu.
Ég hef verið að pæla hvort að annar valréttur sem Detroit Pistons fengu sér hefur verið soldið illa nýttur hjá þeim .. eða ekki. Detroit völdu sér hávaxnan Center … 213 cm á hæð að nafni Darko Milicic. Að sögn Detroit mann hefur hann verið í ströngu prógrami þeirra og eru víst að byggja hann upp, bara eins og menn gera í fótboltanum. Darko er ekki búinn að spila neitt í deildinni miðað við flesta aðra nýliða. Hefur hann komið inná í 16 leikjum og spilað að meðaltali í þeim 3,4 mínútur og skorað 1 stig í leik. Ég veit ekki hvort að hann verði settur í C stöðuna hjá þeim eftir nokkur ár eða hvað. Persónulega hefði ég tekið Carmelo.
En hvað finnst ykkur … hver er nýliði ársins … afhverju. Hvernig viljið þið dæma um það.