Deildin er komin í gang eftir All-Star break-ið og skemmtilegir hlutir búnir að gerast. Ég og Jois gagnrýndum Kobe soldið fyrir að vera dálítið kærulaus eða reyndar … vantaði svona smá í hann og að hann sýndi engan áhuga á því sem hann var að gera. En Kobe skrapp greinilega á huga og las þetta og ákvað að taka sig á en Kobe hefur brillerað í þessum 2 leikjum sem Lakers hafa spilað síðan All-Star leikurinn var. Fyrir 3 dögum tóku Lakers á móti Portland Trailblazers. Kobe átti stóran hlut í 89-86 sigri Lakers manna og skoraði síðustu 5 stig liðsins. Endaði hann kvöldið með 31 stig, 8 fráköst og 11 stoðsendingar … ekki langt frá þrefaldri tvennu.
Næsta kvöld flugu Shaq og félagar (í flugvél sko) til Oakland í kaliforníu fylki (að ég held) til þess að eigast við J-Rich og félaga í Golden State Warriors. Shaq og Kobe skoruðu 40 af 48 seinni hálfleiks stig Lakers manna í 100-99 sigri Lakers. Shaq varði skot Clifford's Robinsons uppí pallana þegar 1 sek var eftir og var honum fagnað með stóru knúsi frá Kobe. Shaq endaði með 31 stig, 16 fráköst, heilar 7 stoðsendingar og 5 varin skot sem er náttúrulega klikkaðar tölur. Kobe skoraði 35 stig og gaf 8 stoðsendingar.
T-Mac er greinilega enn í stuði eftir stjörnuleikinn ef marka má tölurnar hans í undanförnum leikjum, en þó er það leiðinlegt að það skyldi ekki vera nóg til þess að sigra. Magic (Orlando) eru með eins og flestir vita lélegasta árangur í deildinni í dag. Fyrir 3 dögum mættu þeir T.J Ford og Desmond Mason í Milwaukee Bucks. Bucks léku á alls oddum og rústuðu Magic, 127-104. Tracy gerði allt sem hann gat en það var ekki nóg, endaði með 41 stig og 8 fráköst. Má þar bæta við að enginn annar leikmaður í Orlando liðinu skoraði yfir 10 stig. Þá er það komið að Milwaukee liðinu. T.J Ford, maðurinn minn gaf heilar 12 stoðsendingar og hef ég áður spáð honum sem verðandi stoðsendingakóng NBA deildarinnar. Hann Michael Redd skoraði 27 stig og 6 leikmenn Bucks skoruðu yfir 10 stig.
Þá var það bara að taka næsta leik sagði T-Mac við sjálfan sig og það gerðu þeir. Næsta kvöld sigruðu þeir Utah Jazz 90-77 og enn brilleraði T-Mac. Skoraði hann rúmlega helming stiga liðsins eða 43 stig og tók 8 fráköst.
Allen Iverson hefur í mörg ár heillað mig og verið minn uppáhaldsleikmaður. Ég veit ekki afhverju … það er bara eitthvað við hann. Í ár hefur hann verið jahh, doldið slappur í mörgum leikjum og hef ég ekki verið nógu ánægður með hann, en enn óánægðari með gengi Sixers liðsins sem mér finnst koma til greina sem “most under aichieving team”. Með frábæra leikmenn eins og G: Iverson og Snow, F: Coleman og Robinsin og C: Samuel Dalembert. C: staðan er eina veika staðan í liðinu finnst mér. Kauði er tilturlega nýr í deildinni og þarf kannski bara að byggja smá hörku og massa en er samt sem áður massa blokkari. Coleman hefur verið meiddur mikið, sem og Iverson og Robinson svo að það útskýrir kannski sumt.
En Iverson stóð sig að mínu mati vel í stjörnuleiknum þó að hann var ekkert að skora neitt. Hann tók nokkur skot og ákvað bara … hey, ég er ekkert að hitta svo að ég gef bara boltann. Endaði hann stjörnuleikinn með 11 stoðsendingar. Síðasta mánudag eða daginn eftir stjörnuleikinn missti Iverson af æfingu og var þjálfari Sixers, Chris Ford ekki ánægður með það svo að Iverson byrjaði á bekknum á móti Nuggets (17.02). Nuggets nýttu sér það og rústuðu fyrsta leikhluta 32-19. Nuggets sigruðu örugglega 106-85 en ég var ánægður með framlag Iverson's. Hann kom greinilega inná til þess að sýna aðdáeundum Philly að honum langi alls ekki frá félaginu en orðrómar voru á sveimi um það. Iverson skoraði 27 stig og gaf season-high 14 stoðsendingar. Carmelo Anthony, sem mér þykir líklegur til þess að fá Rokkie of the Year skoraði 28 stig.
Í nótt heimsóttu Sixers Ray Allen og félaga í Seattle, með það eina í huga að sigra og það tókst. Glæsilegur 112-101 sigur hjá Sixers og þegar ég vaknaði í morgun og kveikti á tölvunni gat ég ekki annað en brosað og var eldhress í skólanum í morgun, that made my day. Iverson endaði leikinn með 40 stig, 11 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Glen Robinson stóð sig með 26 stig.
Nú bíð ég spenntur eftir að vakna í fyrramálið en Sixers menn fljúga til Kaliforníu í kvöld til þess að eigast við Kobe og Shaq.