Já það er fáranlegt en Shaq er ekki einu sinni líklegur til þess að vera MVP. En samt finnst manni hann vera í sérflokki yfir aðra leikmenn deildarinar.
Það er eiginlega svindl að hann tók sig til 3 ár í röð og tók deildina með trompi.
En núna er hann aðeins með 21,1 stig, 11,1 frákast, 2,3 blokkaða, 57 % skotnýtingu, 50,7 víta(ég veit lélegt) og 3,1 stoðsendingu að meðatali í leik. Já þetta eru allt hræðilegar tölur. Nei bíddu nú aðeins við, þetta er bara mjög góðar tölur og ég tala nú ekki um að þurfa að deila stigaskori, fráköstum, stoðsendingum o.s.frv með Kobe, Malone og Payton. Svo þetta er kannski ekki svo slæmt.

Svo má fólk ekki gleyma því að í úrslitakeppninni þá setur hann allt í gang og þrátt fyrir að Lakers var slegið út í fyrra, þá var hann að spila mjög vel.

Kíkjum á tölur hjá þeim leikmönnum sem eiga að vera betri en hann í dag

Jermain O´Neal(hann er sagður eiga frábært ár) 20,2 stig, 10,3 fráköst, 2,61 blokk, 43,3% skotnýting, 2 stoðsendingar, 75,6 vítanýting. Hey Shaq er með betri tölur

Kevin Garnett ( hann vinnur líklega MVP) 24,9 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 49,6% skotnýting, 75,9% víti, 2,3 blokk. Þetta er frábært tímabil hjá honum en er Shaq svona gíkantíkst langt á eftir?


Peja (annar leikmaður sem á að vera spila miklu betur en Shaq) 25,5 stig, 6,2 fráköst, 2,2 stoðs, 48,2% skotnýting, 92,8% víta, 0,18 blokk,

Ég veit að Garnett vinnur MVP (ok tel það mjög líklegt) en mér finnst hinir vera í svipuðum flokki


Alavega hjá mér verður Shaq alltaf bestur. en hvað finnst ykkur?


p.s ekki koma með eithvað lélegt eins og shaq er aumingi og getur ekki neitt, heldur komið með einhver rök fyrir máli ykki
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt