Stjörnuleikurinn Hinn árlegi stjörnuleikur NBA deildarinnar fór fram í gær/nótt í staples center í Los Angeles, heimavöllur L.A Lakers og L.A Clippers og var þetta 53. stjörnuleikurinn.. Leikmenn voru kosnir úr NBA deildinni og fengu þeir sem hlutu flest atkvæði að spila í þessum skemmtilega leik og sigraði Vince Carter í atkvæðagreiðslunni með yfir 2.000.000 atkvæða. Carter hefur nú leitt atkvæðagreiðsluna fjórum sinnum, jafnmörgum sinnum og Julius Erving en á enn langt í land til þess að ná Jordan nokkrum (9 sinnum).

Ég nenni ekki að fara að rifja upp allt sem gerðist í leiknum en leikurin … jahh, að mínu mati var mjög skemmtilegur og ég held að það voru yfir 40 troðslur í leiknum sem þykir alveg svakalegt. Vince Carter fór á kostum í troðslunum og sýndi flott tilþrif. Það einkenndi líka leikinn (allavegana hjá austrinu) hversu dreifð stiginn voru og austrið var greinilega þarna til þess að skemmta sér. Enn Vestrið sigraði þennan leik eins og oft áður 136-132 og mátti ekki miklu muna að austrið hefðu jafnað þegar Michael Redd reyndi 3-ja stiga skot til þess að jafna leikinn en það tókst ekki.

Hjá austrinu byrjuðu eftirtaldir leikmenn inná … Iverson, Carter, T-mac, Jermaine O'neal og Ben Wallace. Minn maður Allen Iverson átti ekkert rosalegan leik … eða hann var ekkert að skjóta neitt mikið en var frekar að einbeita sér að sendingunum og gaf oftar en ekki allay oop sendingar á Carter sem tróð honum með látum, enda endaði Iverson með 11 stoðsendingar. Já eins og ég sagði áður þá var Carter mjög góður þó að hann skoraði ekki nema 11 stig en þetta voru allt flottar troðslur hjá honum. T-Mac skoraði 13 stig og átti mjög svipaða troðslu og í fyrra (eða hittí fyrra) þegar hann gaf í spjaldið, stökk upp, greip boltann og tróð honum. Ben Wallace lét lítið fara fyrir sér en hann mætti með afróið … ánægður með hann.
Jason Kidd kom heitur af bekknum með 10 stoðsendingar og 14 stig. Félagi hans hjá New Jersey hann Kenyon Martin sýndi rosaleg tilþrif og endaði hann með 17 stig. En Jamaal Magloire, leikmaður New Orleans Hornets var örugglega besti maður austursins, 19 stig og 8 fráköst á 21 mín.

Hjá vestrinu einkenndist liðið af stórum mönnum og power troðslum. Yao Ming kom skemmtilega á óvart og dunkaði oftar en einu sinni yfir litlu mennina og spiluðu hann og félagi hans hjá Houston skemmtilega saman. Ég varð spenntur að sjá hvað hann Shaq myndi gera þegar hann kæmi inná en eins og flestir vita þá var Ming með fleiri atkvæði í kosningunum heldur en Shaq og því i byrjunarliðinu. Ming skoraði 16 stig á 18 mínútum. En Shaq kom ferskur inná og skoraði 24 stig og tók 11 fráköst á 24 mín. Shaq og Kobe heitir, enda á heimavelli. Ég varð fyrir pínulitlum vonbrigðum þegar Kobe tók lay-uppið í hraðaupphlaupi … ég trúði þessu ekki. En hann átti engu að síður flott tilþrif og endaði með 20 stig.
Duncan og Garnett voru ekkert að svitna að óþörfu … 14 og 12 stig þar á bæ.


En maður leiksins var Shaquille O'Neal … enda kom enginn annar til greina. Frábær leikur hjá Shaq. Hann reyndi að endurtaka það sem hann gerði í fyrra (OHH, eða í hittí fyrra) … hann dribblaði upp völlinn og gerði einhverjar krúsudúllur með boltann en það tókst ekki. Fyndið líka þegar hann flaug uppí pallana … eða oná ljósmyndarana. Aumingja þeir.


En hvað fannst ykkur um leikinn ???