Bikarúrslitaleikirnir voru spilaðir í Laugardagshöll í gær og áttust þar við Keflavík og KR í kvenna og Keflavík og Njarðvík í karlaleiknum. Það var Keflavík sem átti höllina og sigruðu tvöfalt, s.s. bæði í kvenna- og karlaleiknum.
Kvennaleikurinn var æsispennandi og það kom ekki í ljós fyrr en í blálokin hver sigraði. Keflavík vann leikinn eftir að hafa verið 11 stigum undir þegar aðeins 4 mínútur voru eftir. Leikurinn var hnífjafn fyrstu þrjá fjórðungana en KR voru samt mestallan tímann nokkrum stigum yfir. Í 4. leikhluta náði svo KR undirtökunum og virtust ætla að vinna taka þetta en Keflavík réð bara ekkert við kana KR liðsins, Katie Wolfe.
En þegar aðeins 4 mínútur voru eftir og KR 11 stigum yfir snerist leikurinn við og Keflavík skoraði 17 á móti 3 stigum hjá KR og unnu með 3 stigum. Erlunar í liði Keflavíkur fóru mikinn og skoruðu 15 seinustu stigin, Erla Þorsteinsdóttir var með 8 á þessum seinustu 4 mínútum en nafna hennar Reynisdóttir var með 7. Í lokin fengu KRingar tvær óíþróttamannslegar villur í röð, á þær Hildi S. og Katie Wolfe og kláruðu þá Keflvíkingar leikinn og unnu með 3 stigum, 69-66.
Eins og áður var sagt tryggðu þær Erla Þ. og Erla R. Keflvíkingum sigurinn en Reynisdóttir átti góðan leik og skoraði samtals 15 stig á aðeins 20 mínútum en hún var allann leikinn í villuvandræðum. Svava Stefánsdóttir kom líka sterk af bekknum og var með 15 stig og 6 stoðsendingar, auk þess sem Anna María Sveinsdóttir var með 14 stig og 15 fráköst. Anna María hefur verið í liði Keflvíkinga í öll þau 11 skipti sem að þær hafa unnið bikarinn.
Hjá KR átti Katie Wolfe stórleik og var með 30 stig en hún skoraði samt ekki neitt seinustu þrjár mínúturnar þegar Keflavík tók leikinn í sínar hendur. Hún stal einnig 5 boltum. Hildur Sigurðardóttir átti einnig góðan leik með 19 stig og 10 fráköst.
Þetta var ekki eins spennandi í karlaleiknum en Keflvíkingar höfðu allan tímann yfirhöndina í leiknum og unnu leikinn með 19 stiga mun, 93-74.
Keflavík byrjuðu að krafti með hinn tvítuga Arnar Frey Jónsson í fararbroddi en hann fór á kostum í fyrsta leikhluta og skoraði 9 stig og var með nokkar stoðsendingar. Hjá Njarðvík byrjaði nýji kaninn þeirra að krafti og skoraði fyrstu 8 stigin og síðan tók Brenton við og leiddi Njarðvík. Þeir réðu samt ekki við vel spilandi lið Keflavíkur og staðan eftir fyrsta fjórðung var 31-17.
Njarðvík bitu aðeins frá sér í öðrum leikhluta og minnkuðu muninn mest í 3 stig að mig minnir en staðan í lok fyrri hálfleiks var 47-40. Friðrik “olnbogi” Stefánsson fór mikinn í 2. leikhluta og var besti leikmaður Njarðvíkur. Derrick Allen var hins vegar besti leikmaður Keflavíkur.
Lítið gekk hjá Njarðvík í þriðja leikhluta. Þeir voru að tapa boltum og skotin geiguðu. Hins vegar var Keflavík að spila mjög vel með þá Arnar Frey, Allen og Bradford í fararbroddi. Keflavík vann leikhlutann 27-20 og staðan var 74-60. Þeir kláruðu svo leikinn í 4. leikhluta, lokastaðan, 93-74. Sanngjarn sigur hjá Keflavík og Njarðvík, sem vantaði þá Egil Jónasson og Pál Kristinsson áttu aldrei möguleika.
Besti leikmaður Keflavíkur og maður leiksins var Arnar Freyr Jónsson. Það kom á óvart að Falur og Guðjón höfðu hann í byrjunarliðinu en hann skilaði svo sannarlega sínu og var með 20 stig, 5 stolna og 9 stoðsendingar. Derrick Allen var einnig góður með 29 stig og 20 fráköst, og Nick Bradford var með 22 stig.
Hjá Njarðvík voru aðeins tveir leikmenn að skila sínu, þeir Brenton og Friðrik. Brenton var með 24 stig og 8 fráköst en tapaði 9 boltum. Friðrik var með 18 stig, 18 fráköst og 7 varin, góður leikur hjá honum. Nýji kaninn hjá Njarðvík, Larry Bratcher, byrjaði vel og skoraði fyrstu 8 stigin en síðan ekki söguna meir. Hann skoraði ekki neitt það sem eftir var, hitti aðeins úr 3-13 og tapaði 6 boltum.
Það var greinilega ennþá eitthvað að Brandon Woudstra en hann fann sig aldrei í leiknum og skoraði aðeins 2 stig, 1-6 í skotum.
Þetta var í fimmta sinn sem að Keflavík vinnur bikarinn og þeir hafa unnið alla titlana á seinustu 11 árum. Þá var þetta í fyrsta skipti í áratug sem að lið vinnur tvö ár í röð, Keflavík vann einnig tvö ár í röð 93 og 94.
TIL HAMINGJU KEFLAVÍK!!!