Ætla að taka mig til og skrifa smá um deildina …
1.Snæfell
Búnir að koma skemmtilega á óvart í allan vetur og tróna á toppnum eftir 16 umferðir. Eru taplausir í deildinni eftir áramót, unnu Keflavík, Grindavík, KR og Þór Þ. Fengu til sín 3 kanan stuttu eftir áramót en sá hefur ekki verið að gera neinar rósir. Hinir 2 hafa verið svona lala en ekkert á topp 5 yfir bestu kanana á landinu. Hlynur BigB hefur hreint út sagt verið að brillera þetta tímabil. (Verða deildarmeistarar)
2.Grindavík
Taplausir fyrir áramót en búnir að tapa 3 leikjum af 4 í deildinni eftir áramót !! Þeir ráku Dan Trammel vegna þess að hann hentaði ekki liðinu sóknarlega en Frikki coach var sáttur með varnarvinnu hans. Persónulega fannst mér synd að þessi leikmaður var rekinn. Hann var með um 18 stig í leik. Darrel Lewis er án efa einn af bestu erlendu leikmönnum deildarinnar. Helgi Jónas búinn að vera meiddur meira og minna allt tímabilið. Páll Axel besti íslendingurinn í deildinni. (enda í 3 sæti í deild)
3.Keflavík
Evrópukeppnin kemur mér fyrst í huga, enda bráðskemmtilegir leikir bunir að vera. Stóðu sig með prýði þar. Derrick Allen magnaður leikmaður. Á aldrei slakan leik, skorar ávalt um 25-30 stig. Nick Bradford, skelfilegur fyrir áramót(fyrir utan Evrópukeppnina reyndar) en búinn að standa sig alveg ágætlega eftir áramót. Kef fékk Fannar Ólafs. til sín eftir áramót frá USA. Hann var óheppinn og puttabrotnaði á þumalfingri í sínum fyrsta leik. Í þeim leik var hann með 19 stig á 19 mínútum! Þetta er án efa minn uppáhalds leikmaður, baráttuglaður og stuðbolti mikill. Kef búnir að tapa fyrir Hamri og Snæfelli eftir áramót. (enda í 2 sæti í deild)
4.Njarðvík
Búnir að vera frekar slakir eftir áramót. Unnu reyndar Grindavik og Þór en töpuðu fyri Kef, KR og Hamri. Búnir að vera óheppnir með meiðsli núna, en bæði Brenton og Brandon eru meiddir. Brandon ein besta skytta í deildinni og bara hörku player. Brenton buinn að vera svona lala þetta tímabil. Frikki Stef og Palli Kristins báðir landsliðsmenn búnir að vera góðir í vetur. Eru komnir í bikarúrslit sem verða næstu helgi og mæta þar Keflvíkingum. Þar verða þeir án 3 byrjunarliðsmanna(!!!) því B&B eru meiddir og Páll Kristins. var rekinn út úr húsi í kvöld og verður í banni um næstu helgi. (enda í 4 sæti í deild)
5.KR
Eitt orð. Skelfilegir !!! Eru með mjög góðann mannskap, líklega þann annan besta á eftir Kef. Voru reyndar óheppnir með kana fyrir áramót en þeir eru að standa sig núna. Búnir að tapa fyrir Snæfelli og Tindastóli núna eftir áramót. Hef samt trú á að þeir geti gert einhvern usla í úrslitakeppninni. Komast þó ekki í úrslit. (enda í 5 sæti í deild)
6.Haukar
Búnir að vera góðir eftir áramót að undanskilnum ÍR leiknum sem þeir töpuðu. Fengu Whitney Robinson til sín eftir áramót en hann hefur lítið gert nema fyrir utan eina troðslu sem allir Haukamenn tala um. Michael Manciel búinn að standa sig bara frábærlega, ekkert mikið verri en Steve Wonder sem var hjá þeim í fyrra. (6 sætið verður þeirra)
7.Hamar
Hafa komið á óvart. Eru með 3 USA-menn. Fengu þann 3 núna eftir áramót og þá þurfti Pétur þjálfari að leggja skóna á hilluna svo þeir færu ekki yfir launaþakið! Chris og Faheem búnir að standa sig ágætlega bara… Búnir að vinna Kef, Nja og Blikana eftir áramót. (verða hérna út tímabilið)
8.Tindastóll
Tjahh… Meðal tímabil hjá þeim. Engar rósir þarna fyrir norðan. Cook og Boyd búnir að standa sig vel. Fengu Svavar Birgis til sín eftir áramót og er hann búinn að standa sig vel. (sama hér, 8 sætið verður þeirra og síðastir inní úrslitin)
9.ÍR
Mjög slakir fyrir áramót. Unnu aðeins einn leik og var hann á móti Keflavík! Hafa hins vegar verið mjög góðir eftir áramót og unnið 4 af 5 leikjum sínum en tapið var á móti Kef. Eru með 4 erlenda leikmenn í sínum röðum. Kevin(já tel hann erlendann), Cristopher, Trúðinn Ryan Lier og Ingram sem þeir fengu nú eftir áramót. (enda í 9 sæti)
10.Breiðablik
Búið að vera erfitt tímabil hjá þeim. Vandamál með USA mann, meiðsli, heimþrá og svoleiðis. Þeir verða í keppni við KFÍ um að halda sæti sínu í deildinni. Bæði lið eru með 6 stig og eiga eftir að mætast innbyrðis á Ísó. Hef lítið að segja um þá en verð að hrósa þeim fyrir útsendingarnar á netinu :) (Blikarnir falla)
11.KFÍ
Vesen, vesen og aftur vesen. Hafa ekki enn spilað á sínum sterkasta 10 manna hóp í vetur. Mikið um meiðsli, veikindi og kanavandamál. Verða eins og ég sagði áður í baráttu við Blikana um sæti sitt í deildinni. Heimavöllurinn hefur ekki verið eins mikilvægur og flestir héldu, unnu sinn fyrsta heimasigur að ég held nú í kvöld. (halda sér í deildinni og enda í því 10.)
12.Þór Þorlákshöfn
Falla úr deildinni þetta árið. Byrjuðu tímabilið vel og unnu fyrstu 2 leikina og trónuðu á toppnum. Þjálfarinn hætti og skildi eftir sig erfitt lið. Lélegur mórall og nokkrir hættu eða fóru annað. (Botnsætið verður þeirra)