Eins og margir vita er búið að velja byrjunarliðin í stjörnuleiknum. Það verður hins vegar ekki fyrr en þann 3. febrúar sem varamennirnir verða valdnir af þjálfurum liðanna og það er mikil barátta um hvert sæti þar enda margir leikmenn sem eiga skilið sæti í liðinu. Ég ætla hérna aðeins að skrifa um þá leikmenn sem eru í baráttunni um sæti og mun ég styðjast við grein sem ég fann á nba.com, þ.e.a.s. fjalla um þá leikmenn sem eru tilnefndir þar.
Vesturliðið
Miðherjar-
Shaquille O'Neal, Los Angeles Lakers — Shaq er alveg öruggur í leikinn enda munaði aðeins rúmlega 31.000 atkvæðum á honum og Yao Ming. Shaq er náttúrulega besti miðherjinn þótt hann komist ekki í byrjunarliðið, hefur spilað 10 stjörnuleiki, 1 sinni MVP og 4 sinnum MVP úrslitahrinunnar. Í ár er hann að skora 19,6 stig, taka 11,3 fráköst og verja 2,39 skot.
Brad Miller, Sacramento Kings — Þrátt fyrir að hafa farið í betra lið í sumar er hann að eiga sitt besta ár. Hann er að skora líkt og í fyrra, 14,2 stig en hefur bætt sig í flestu öðru. Hann er 6. frákastahæsti með 10,6 í leik og er með 4,7 stoðsendingar. Spilaði í stjörnuleiknum í fyrra og var með 5 stig og 6 fráköst. Maður sem ég vill sjá í leiknum.
Erick Dampier — Hefur einnig bætt sig mikið, með 11,9 stig og 11,5 fráköst á móti 8,2 og 6,6 í fyrra. Einn besti sóknarfrákastari deildarinnar með 4,6 í leik.. Hefur verið mjög góður að undanförnu en helsti gallinn við hann er að hann er mjög óstöðugur, með kannski 20 stig og 20 frá í einum leik og svo 5 og 5 í þeim næsta.
Framherjar-
Carmelo Anthony — Carmelo hefur staðið undir öllum væntingum frá Denver það sem liðið er af vetri. Hann var valinn þriðji og er með 18,4 stig og 6,1 fráköst, og þar af auki hefur Denver verið að spila mun betur en búist var við og er það að miklu leyti Melo að þakka. Hann mun spila í got milk? nýliðaleiknum föstudaginn 13. febrúar.
Elton Brand — Með betri PF í dag, góður skorari og frábær frákastari, besti sóknarfrákastarinn í ár. Hefur náð tvöfaldri tvennu í 22 af 30 leikjum. Spilaði í stjörnuleiknum 2002 og var með 6 stig og 10 fráköst. Leikmaður sem öll lið vilja hafa í liði sínu.
Pau Gasol — Þessi stóri spænski framherji(2,13m) hefur verið stöðugur í ár og partur af góðu gengi Memphis. Hann er með 17,4 stig, 8 frá og 1,73 varin á aðeins 32,2 mínútum. Var valinn nýliði ársins 2002.
Andrei Kirilenko — Einn merkilegasti leikmaðurinn í dag er Andrei Kirilenko. Hann, ásamt Jason Kidd eru líklegast þeir einu sem gætu náð fjórfaldri tvennu í dag. Tölfræðin hans er ótrúleg, 16,4 stig, 8 fráköst, 3,4 stoðsendingar, 2,12 stolnir og 2,90 varin. Það var vitað að hann þyrfti að leiða Utah nú þegar bæði Stockton og Malone eru farnir en fáum datt í hug að hann myndi halda því uppi eins og hann er að gera. Maður sem ég myndi alveg vilja sjá í liðinu.
Dirk Nowitzki — Eins og Shaq, þá er Dirk nokkuð öruggur með sæti í liðinu. Hann er besti leikmaðurinn í hinu sterka liði Dallas og maður getur með sanni sagt að hann og Peja séu bestu Evrópubúarnir í dag. 21,1 stig, 8,8 fráköst og góð nýting alls staðar á vellinum. Hann hefur spilað 2 stjörnuleiki og samtals skorað 21 stig og tekið 9 fráköst í þeim.
Zach Randolph — Líklegasti kandídatinn fyrir Most Improved Player í vor. Zach hefur bætt sig hreint ROSALEGA í ár og frá því að vera með 8,4 stig og 4,5 fráköst í fyrra er hann með 21,3 og 11 í ár. Hann hefur leitt lið Portland í vetur og á alveg skilið sæti í stjörnuleiknum finnst mér.
Peja Stojakovic — Skylda að hafa þennan hérna í liðinu. Hann hefur leitt Webberslaust lið Sacramento frábærlega í vetur og þriðji stigahæsti í deildinni með 25,1 stig. Hann hefur verið að hitta hvar sem er á vellinum eins og brjálæðingur, .485 í field goals, .431 í þriggja og .922 í vítum sem er það besta í deildinni. Hefur spilað tvo stjörnuleiki og skorað í þeim 16 stig.
Antoine Walker — Frá því að Antoine kom til Dallas frá Boston hefur hann orðið fjölhæfari leikmaður og þó að hann skori minna (15,9) þá er hann að gefa fleiri stoðsendingar (5,4) og taka fleiri fráköst (9,2). Spilað 3 stjörnuleiki og skorað 18 stig í þeim.
Bakverðir-
Ray Allen — Allen var meiddur alveg fram í miðjan desember en kom að krafti til baka og hefur verið lykilmaður Sonics frá því. Hann er að skora 23,5 stig og er að frákasta og gefa stoðendingar betur en nokkurn tímann áður (5,0 frá og 5,2 sto). Ray hefur spilað 3 stjörnuleiki og skorað 14,7 stig að meðaltali og stolið 2,33 boltum í þeim.
Mike Bibby — Bibby heldur áfram að bæta sig með árunum og er núna að skora 17,3 stig sem er það besta skor á ferlinum hjá honum. Hann er mikilvægur hlekkur í hinu sterka liði Kings og tvímælalaust einn besti PG í dag.
Sam Cassell — Sam I Am hefur oft verið góður í þessi 11 ár sem hann hefur spilað, en aldrei eins góður og í ár. Ásamt Kevin Garnett hefur hann leitt Minnesota til síns besta árangurs um árabil, og hann er mjög líklegur til að spila sinn fyrsta stjörnuleik í ár. Hann er öruggur í mínu liði
Michael Finley — Miðað við frammistöðu Finley í seinustu leikjum gæti hann alveg átt heima í liðinu. Hann er næst stigahæsti leikmaður liðsins með 18,2 stig og er að stela 1,12 boltum. Finley hefur spilað 2 stjörnuleiki og skorað 11,5 stig að meðaltali í þeim.
Andre Miller — Eftir frekar lélegt ár í fyrra með Clippers hefur hann bætt sig nokkuð með spútnikliði Denver og er með 16 stig og 6,3 stoðsendingar. Hefur átt sína leiki í vetur.
Gary Payton — Payton hefur verið sterkur hlekkur í stjörnumáltíð Lakers og er með 14,9 stig og 6,1 stoðsendingu. Hann hefur líka borið liðið uppi meðan Kobe, Shaq og Malone tóku upp á því að meiðast og gæti alveg komist í liðið út á frammistöðu í seinustu leikjum. Payton hefur spilað heila 9 stjörnuleiki og er með 9,4 stig og 8,1 stoð í þeim leikjum.
Austurliðið
Miðherjar-
Zydrunas Ilgauskas — Ekki er úrvalið gott af miðherjum í Austrinu og sýnir það sig best þegar Ilgauskas er besti kosturinn í vara center. Ilgauskas er reyndar alveg ágætur leikmaður, 14,4 stig og 7,8 fráköst, auk þess sem hann ver tæp 2 skot í leik. Z spilaði í leiknum í fyrra, en spilaði aðeins 4 mínútur og gerði ekki neitt í leiknum.
Jamaal Maglorie — Maglorie hefur staðið sig ágætlega hjá Hornets í vetur, með 11,7 stig og 9,2 fráköst. Hann hefur bætt sig með hverju tímabilinu og á næsta ári gæti hann alveg orðið fínn kandídati fyrir stjörnuleikinn.
Framherjar-
Ron Artest — Besti varnarmaður deildarinnar hefur bætt sig gríðarlega í ár og er líka orðinn góður sóknarmaður. Hann er að skora 17,9 stig í ár og stelur 2,09 boltum. Hann hefur ekki spilað stjörnuleik áður en það verður að teljast mjög líklegt að hann spili í ár. Er í mínu liði.
Carlos Boozer — Hefur bætt sig gríðarlega í ár og er annað hjól undir hinum skemmtilega Cleveland vagni á eftir LeBron. Er með tvöfalda tvennu að meðaltali (14 stig og 11 fráköst). Þessi skemmtilegi leikmaður á eftir að skila miklu frá sér í framtíðinni og þó að það verði að teljast ólíklegt að hann spili í ár þá mun hann örugglega spila einhverja stjörnuleiki í framtíðinni.
Kenyon Martin — Líklegast næst besti PF í austrinu á eftir Jermaine O'Neal. Var góður í fyrra en frábær í ár. Hann er loksins byrjaður að frákasta almennilega og er að skora vel, 17,4 stig. Hann er í mínu stjörnuliði enda er hann ótrúlega skemmtilegur leikmaður sem treður eins og moðerfokker. Nokkuð öruggur í leikinn.
Lamar Odom — Var færður yfir í PF og hefur bara bætt sig við það. Frákastatala hans hefur hækkað við það og hann er ennþá að skora vel. Með 16,8 stig, 9,7 fráköst og 4,2 stoðsendingar. Besti leikmaður Miami Heat.
Bakverðir-
Chauncey Billups — Billups, sem hefur spilað fyrir 5 lið á seinustu 7 árum, hefur loksins fundið samastað í Detroit þar sem að mínútufjöldi (36,5), stigaskor(18,0), frákastafjöldi(3,7, stoðsendingafjöldi(5,2), vítanýting(.892) og þriggja stiga nýting (.430) er sú besta á ferlinum.
Baron Davis — Davis, sem hefur bætt sig í nær öllum tölfræðiþáttum frá seinasta tímabili, hefur staðið sig frábærlega í vetur og á að mínu mati tvímælalaust heima í leiknum. Hann er kominn í hóp bestu leikmanna deildarinnar og er líklegast besti PG í deildinni fyrir utan Kidd. Í ár er hann með 23,4 stig, 8 stoðsendingar, 4,3 fráköst og 2,43 stolna, hreint frábærar tölur. Hann hefur spilað einn stjörnuleik, árið 2002 og var þá með 2 stig og 5 stoðsendingar.
LeBron James — Besti nýliðinn í ár og enginn nýliði hefur fengið eins mikla umfjöllun og hann frá því að Shaq var að koma í deildina. Hefur leitt Cleveland í vetur. Hann mun auðvitað spila í got milk? nýliðaleiknum og er líklegur til að spila einnig í stjörnuleiknum. Með 20,5 stig, 6 stoðsendingar og 5,8 fráköst.
Jason Kidd — Kidd er orðinn einn besti PG frá upphafi í NBA og tvímælalaust sá besti í dag. Frábær alls staðar á vellinum, tekur fráköst, gefur ótrúlegar sendingar, skorar, stelur boltum, you name it! Kidd hefur verið að spila mjög vel í ár, er með 17 stig, 9,6 stoðsendingar og 6,4 fráköst, og persónulega finnst mér að hann hefði átt að vera í staðinn fyrir Iverson í byrjunarliðinu. Hefur spilað 6 stjörnuleiki, byrjað inn á í tveimur og í þeim hefur hann skorað 7 stig, gefið 6 stoðsendingar og stolið 2,83 boltum að meðaltali.
Stephon Marbury — Var nýlega skipt til Knicks og þrátt fyrir að hafa byrjað illa þar er hann búinn að standa sig vel þar. Annar stoðsendingahæsti í deildinni með 8,8 og er að skora 19,8. Að mínu mati skemmtilegasti PG í deildinni og væri gaman að hafa í leiknum. Hefur spilað 2 stjörnuleiki og skorað 16 stig og gefið 10 stoðsendingar samtals í þeim.
Paul Pierce — Einn besti skorarinn í deildinni þrátt fyrir að hann sé ekki að eiga sitt besta tímabil. Hann hefur þó bætt sig í stoðsendingum, er með 5,6 í leik. Leiðtogi Boston liðsins og hefur haldið því uppi í mörgum leikjum í vetur. Með 23,1 stig í leik. Pierce hefur spilað 2 stjörnuleiki og skorað 27 stig samtals í þeim.
Michael Redd — Seinasti leikmaðurinn sem ég fjalla hér um er Michael Redd. Hann var í skugga Ray Allen seinustu þrjú ár en nú þegar Allen er farinn til Seattle hefur hann blómstrað. Hann er ótrúleg skytta og skorar 22,1 stig auk þess sem hann er fínn frákastari, 5,3. Maður sem er kominn til að vera.
Þetta eru þeir leikmenn sem ég tel að séu líklegustu í leikinn. Það eru margir aðrir sem gætu verið valdnir, t.d. Jason Richardson, Amaré Stoudemire og Latrell Sprewell, en þetta voru þeir sem mér finnst vera í baráttunni…takk fyri