Það hlaut að koma að því. Darius Miles, er þá farinn frá Cleveland, eftir stutta dvöl, til Portland í skiptum fyrir Jeff McInnis og Ruben Boumtje Boumtje. Miles, sem var sektaður um daginn fyrir að skrópa á æfingu, hafði aðeins spilað í 24 mínútur í leik með Cleveland eftir að Lebron kom.
Miles var valinn #3 af Clippers árið 2000, kom beint úr High School, þótti ótrúlega efnilegur og var líkt við marga frábæra leikmenn. Átti mjög gott 1. tímabil miðað við aldur en hefur ekki bætt sig síðan. Clippers skipti honum til Cleveland fyrir Andre Miller (sem var mjög vinsæll í Cleveland) og aðdáendur Cleveland hugsa eflaust illa til Miles þessa stundina. Hann sýndi aldrei neitt hjá liðinu og þeir misstu Andre Miller og fá núna lítið í staðinn. Miles er mjög fjölhæfur, er hávaxinn en hefur lítið getað hvorki hjá Clippers né hjá Cleveland. Hann er þó aðeins 24 ára gamall og á enn tækifæri á að sýna hvað í honum býr, en þetta er sennilega tækifæri sem hann verður að nýta. Portland er þar með komið með enn einn vandræðagemlinginn og aldrei að vita nema að Miles mundi loksins brillera hjá Portland. Honum er eflaust vel tekið í Portland og þeir geta þá stillt upp ansi áhugaverðu liði sem væri með sterkan varamannabekk:
PG Damon Stoudamire
SG Derek Anderson
SF Darius Miles
PF Zach Randolph
C Rasheed Wallace (hann spilaði í Centernum í síðasta leik þegar þeir unnu Sacramento og brilleraði og verður sennilega áfram þar) Dale Davis er líka glataður sóknarmaður og ekki er Vladimir Stepania mikið betri
Jeff McInnis er ljómandi góður PG, en hann hefur alltaf spilað með lélegum liðum. Nokkuð hittinn og var að spila vel í kringum áramótin þegar hann fékk tækifæri. Hefur yfirleitt verið í byrjunarliðinu hjá Portland sem PG og gæti verið að núna fari hann í PG hjá Cleveland og LeBron James færi sig þegar hann kemur úr meiðslum. Cleveland hafa virkað vængbrotnir án Lebron en Boozerinn hefur gjörsamlega brillerað á meðan og hefur skorað 32 stig í tveim síðustu leikjum.