Já nú er NBA tímabilið svo gott sem að hálfna og hef ég nokkrar mínútur og vil því fjalla kannski aðeins um tímabilið eða kannski … svona tilnefningar. Einnig vil ég líka koma því á framfæri að þetta eru mínar skoðanir og getur vel verið að ég gleymi einhverju eða einhverjum.
Spútnik lið ársins … óvæntasta liðið:
Já án efa verður þetta að vera Denver Nuggets að mínu mati. Mörg lið hafa komið á óvart og eru Denver, Utah og Memphis þar einna helst, öll liðin yfir 50% vinningshlutfalli. Memphis Grizzlies hafa verið hálfgert prumplið undanfarin ár … og þar að auki í efiðasta riðlinum (eins og Denver). Sigruðu aðeins 28 leiki í fyrra en hafa sigrað 21 leik í ár. Liðið tilturlega nýtt í deildinni og auðvitað þarf það nokkur ár að verða gott. Núna hafa þeir byggt upp ágætan mannskap og með Paul Gasol fremstan í flokki halda Memphis hausnum og sigra leiki.
Denver eru með 57% vinningshlutfall í deildinni. Sigrað 24 leiki og tapað 18, en 18 leikir sigraðir var raunin í fyrra. Munurinn á þessu felst aðalega í einu nafni. Carmelo Anthony er það nafn. Hann gefur ekkert eftir í “kapphlaupi” sínu við LeBron James í Rookie Of The Year, er með 18,4 stig í leik og 6,3 fráköst. En ólíkt Cleveland þá eru Nuggets með aðra nagla. Andre Miller er nýkominn til félagsins, í skiptum frá Los Angeles Clippers. Miller er að skora 15,3 stig og deila út 6,3 stoð. OG SVO til gamans má geta að Earl Boykins, minnsti maður deildarinnar (165cm) er að leika sitt besta tímabil, 10,4 stig í leik og 4 stoð.
Framför ársins:
Zach Randolph leikmaður Portland Trailblazers var valinn 19. í nýliða valinu 01-02. Tók hann fyrsta tímabilinu rólega, 5,8 mínútur í leik. Á öðru tímabili (í fyrra) jukust mínúturnar og stigaskorið fór hækkandi, en ekkert áberandi. Rúmlega 17 mín og 8,4 stig. Í ár hefur hann hinsvegar brillerað og einn besti F: í deildinni. 21,6 stig og 11,2 fráköst. Ég held að þetta sé ein mesta framför í deildinni í ár.
Ég veit ekki hvað þessi tilnefning á að heita en þetta er lið sem er ekki að spila miðað við getu.
Þetta var mjög erfit val hjá mér og fær Dallas Mavericks vinninginn hjá mér. Eins og ég sagði erfitt val. Dallas brilleruðu algjörlega í fyrra, sigruðu fyrstu 14 leikina sína og töpuðu aðeins 22 leiki af 82. Ef að eitthvað er þá hafa Mavericks styrkt lið sitt í ár. Fengu hann frá Boston Celtics í vetur. Þegar allt er eins og það á að vera ætti liðið að vera svona C: Bradley … F: Nowitzki og Walker … G:Nash og Finley. Frábært byrjunarlið þarna á ferð. Mavericks hafa ekkert verið neitt lélegir í vetur, alls ekki en hafa ekki náð að fylgja góðum árangri frá því í fyrra, og með betri lið.
Lið ársins.
Sacramento Kings fær þetta frá mér. Spila án aðal leikmannssins, Chris Webber sem er búinn að hita vel upp bekkinn í vetur, enda meiddur karlinn. En þrátt fyrir það er Sacramento með besta skorið í vetur … aðeins tapað 9 leikjum. Peja Stojakovic hefur þurft að bæta við stigafjöldann sinn (eins og flestir leikmenn) vegna fráfalls Webbers. 25,1 stig og 6 stoðendingar er raunin hjá honum. 42% þriggja stiga nýting.
Vonbrigði ársins:
Já þá er ég að tala um lið. Orlando Magic fá án efa þennan titil. Sigruðu fyrsta leikinn en svo kom áfallið. Næstu 19 leikir urðu ekki skemmtilegir og töpuðust þeir allir. Mórallinn farinn lengst til andskotans og erfitt að ná sér uppúr þessu. Síðan þá er liðið 9-12 (sigrar-töp). Tracy McGrady, einn besti leikmaður deildarinn getur lítið gert í þessu öllu saman einn, en liðið eins og höfuðlaus her, þegar hann fer af velli. Tracy er ekki að hitta eins vel og í fyrra heldur.