Ég ætla hér aðeins að fjalla um Hauka í Intersport deildinni.
Gengi liðsins hefur verið mjög mismunandi milli ára. Árið 2000 höfnuðu Haukarnir í öðru sæti í deildinni. Einn besti árangur liðsins síðan þeir urðu meistarar árið 1988. Síðan þá hafa þeir farið upp og niður milli tímabila en í fyrra náðu þeir 3. sætinu í deildinni. Í gegnum árin var aðal maðurinn í liðinu Jón Arnar Ingvarsson. Hann fór í fyrra til Breiðabliks. Í ár hefur Hauka liðið breyst mjög mikið og þá aðalega yngst upp og eru margir leikmenn 20 ára og yngri. Ég held að elsti maðurinn sé Marel Guðlaugsson en hann er 31 árs. Í fyrra fengu Haukar til liðs við sig Steve Johnson og ég held að ég þori að fara með það að hann er einn besti Kani, ef ekki besti Kaninn sem spilað hefur hjá Haukum. Alveg yndislegur leikmaður. Hann fór í sumar til Spánar en orðrómur hefur verið að hann vilji koma aftur til Hauka.
Haukar þurftu að fá til sín nýjan Kana, sem gat leyst Steve Johson af hólmi. Fenginn var Mike Manciel. Ég verð að segja að Mike hefur fengið mína virðingu. Rosalega skemmtilegur leikmaður þó að maður taki ekki eftir því. Hann getur skorað 40 stig og tekið 20 fráköst án þess að nokkur maður tekur eftir því, nema kannski hann sjálfur. 26,6 stig í vetur og um 14 fráköst. Í vetur hafa Haukar þurft að treysta á ungan dribblara til þess að stjórna liðinu. Sævar Haraldsson, 19 ára gamall Verzlingur hefur staðið undir þeim væntingum í vetur og mun hann meðal annars spila í stjörnuleiknum á laugardaginn. Einn af efnilegustu leikmönnum íslands. 8,3 stig í leik og er í fjórða sæti yfir stoðsendinga hæstu Íslendingana í deildinni með um 6 sendingar í leik. Halldór Kristmansson hefur verið að hitta í ár. Þriggja stiga nýtingin hans er sú þriðja besta af íslendingum í ár eða 46 %.
Núna fyrir um viku síðan bættist annar Kani við leikmannahóp Hauka. Fyrst þegar hann kom til liðsins litust menn ekkert á blikuna. Pínu lítill stubbur réttast að segja (um 178). En hann spilaði með Haukum í gær þegar þeir mættu Keflavík. Ég verð að segja að þetta voru frábær “kaup”. Maðurinn minnir einna helst á Allen Iverson eða Tyson Patterson sem lék með Grindavík í fyrra eða hittí fyrra. Hraðinn, tæknin og stökkkrafturinn. Maðurinn heillaði áhorfendur Hauka og stríddi leikmönnum Keflavíkur. Hann skoraði “aðeins” 16 stig en ég spái honum (ef að Haukar henda honum ekki) mjög góðu gengi hjá Haukaliðinu. Gaurinn barst mjög vel og tróð meiri að segja. Svo reyndi hann troðslu yfir centerinn í Keflavíkur liðinu. En það tókst ekki, EN munaði engu. Hann á eflaust eftir að draga fleiri áhorfendur á leiki Hauka það sem eftir er af vetrinum.
Eru Haukar fastir í 8. sæti í deildinni. Baráttan um að komast í úrslitakeppnina er verkefni Hauka í augnablikinu. En þótt að þetta tímabil hafi ekki verið besta tímabil Hauka er víst að liðið er mjög ungt og efnilegt og minnir einna helst á stjörnuna í fyrra.
Ég biðst afsökunar ef að ykkur finnst greinin vera óvönduð en mjög erfitt var fyrir mig að finna t.d upplýsingar um Haukana en vantar mjög mikið af upplýsingum inná nýju <a href="http://www.haukar-karfa.is"> Haukasíðuna </a> eftir að hún var breytt.