Knicks og Suns skipta leikmönnum
Stór leikmannaskipti voru gerð í gær á milli New York Knicks og Phoenix Suns.
Knicks fengu þá Stephon Marbury, Penny Hardaway og Cezary Trybanski en Suns fengu Antonio McDyess, Howard Eiley, Maciej Lampe, Charlie Ward, Milos Vujanic og tvo fyrstu umferðar valkosti í nýliðavalinu.
Þegar ég lýt snögglega yfir skiptin fynnst mér eins og Knicks hafi komið betur úr þessu. Þeim hefur vantað sárlega Leikstjórnanda í vetur, hvorki Howard Eisley né Frank Johnson eru nógu góðir til að eiga að vera í byrjunarliðinu. Þeir fá Stephon Marbury sem er einn besti leikstjórnandinn í deildinni og mun líklegast passa fullkomlega í lið Knicks. Þeir höfðu fyrir sterka leikmenn undir körfunni (Mutombo og Kurt Thomas), góðar skyttur (Allan Houston og Keith van Horn) og nú hafa þeir líka dripplara sem getur skotið, drævað og er að auki mjög góður sendingamaður, með 8,3 sto. í leik.
Penny Hardaway verður fínn varamaður fyrir Houston. Hann var sjötti maður í Suns þannig að hann mun alveg sætta sig við það hlutverk hjá Knicks. Hann var með 8,7 stig og 2,9 sto hjá Suns. Cezary Trybanski hefur hins vegar ekkert verið að spila hjá Suns en það gæti breyst hjá Knicks, varacenterinn, Michael Doleac er meiddur og Trybanski gæti fengið að spila eitthvað í fjarveru hans.
Eftir að Amare Stoudemire meiddist hafa Suns verið í einhverju ströggli, unnið aðeins 4 af 17 leikjum, og hefur það líklegast eitthvað haft að gera með þessi skipti. Þeir fá Antonio McDyess sem var einn besti kraftframherjinn í deildinni þangað til að hann lenti í alvarlegum meiðslum og missti af nánast öllu 01-02 tímabilinu og öllu 02-03. Hann er þó búinn að ná sér núna en er alls ekki eins góður og hann var, með 8,4 stig og 6,6 fráköst. Hann mun samt fylla vel upp í skarð Stoudemire og vera góður varamaður hans þegar hann kemur aftur.
Howard Eisley og Chris Childs eru báðir miðlungs leikstjórnendur og þeim bíður erfitt hlutverk, að fylla skarð Starbury. Ég tel að það sé ómögulegt fyrir þá og að Suns hreinlega verði að ná sér í nýjan pointara, allavega fyrir næsta tímabil(ólíklegt að þeir nái langt í ár).
Maciej Lampe og Milos Vujanic hafa báðir verið að gera fína hluti í Evrópu en hvorugur gert neitt í NBA, ef þeir verða einhvern tíman góðir NBA leikmenn þá eru nokkur ár í það.
Hvað fynnst ykkur um þessi trade og hvoru liðinu finnst ykkur hafa grætt meira. Endilega tjáið ykkur.