Já dömur mínar og herrar, leikur ársins var spilaður í dag. Okey okey, kannski ekki leikur ársins en samt fjandi góður leikur. Orlando Magic og Cleveland Cavaliers áttust nefnilega við og þurfti framlengingu til að úrskurða sigurvegara í þessari viðureign. Leikurinn var mjög jafn allan tíman og það var ekki fyrr en 4:15 voru eftir af framlengingunni að munurinn fór yfir 7 stig.
Þar sem leikurinn var á svona ágætum tíma, byrjaði svona 19:45 á íslenskum tíma, ákvað ég að “horfa” á hann, þ.e.a.s. ég notaði live stats kerfi espn.com. Núna ætla ég svo að segja frá þessum ágæta leik.
Fyrstu körfu leiksins skoraði snillingurinn LeBron James en Rod Strickland jafnaði leikinn í næstu sókn með layupi. Þetta lýsir í sjálfu sér öllum fjórðunginum og eiginlega öllum leiknum því að það var nánast eins og liðin héldust í hendur, ef að Magic setti niður körfu skoraði Cavs í næstu sókn. Magic voru samt skrefi á undan mest allan fjórðungin og var það ekki út af lélegum leik Cavs, allt Cleveland liðið var að spila mjög vel, sérstaklega LeBron. En í lok fjórðungsins komust Cavs á gott run, LeBron setti þrist og tvö víti og Boozer setti tvær körfur og staðan eftir 1. leikhluta var 33-30, Cavs í vil.
Annar leikhluti var jafnvel ennþá jafnari en sá fyrsti. Liðin skiptust á að hafa forystuna og munurinn komst mest í 5 stig. Hjá Cavs voru allir sem komu inn á að spila vel og skorið dreyfðist jafnt og hjá Magic voru einnig flestir að spila vel þótt T-Mac var eins og áður að skora mest. Eftir fyrri hálfleik var Magic 2 stigum yfir, staðan var 62-60. Maður fyrri hálfleiks var örugglega LeBron James, en hann átti frábæran 1. fjórðung þar sem hann setti 15 stig. Hann hægði aðeins á sér í 2. fjórðung en setti samt tvo þrista.
Bæði lið hægðu töluvert á sér í 3. leikhluta. Meira var um klúður og hægðist nokkuð á leiknum (samt varð hann aldrei eins leiðinlegur og Magic-Sixers:) ). Hjá Magic var T-Mac ekki að hitta nógu vel (2-7 í skotum) en hjá Cavs voru þeir LeBron James og Eric Williams einu sem voru að spila ágætlega, hinir virtust allir vera að spila undir getu. Cavs unnu 3. leikhluta með 2 stigum svo að fyrir þann 4. var staðan jöfn, 81-81.
Þrátt fyrir að 3. leikhluti hefði ekki verið neitt sérstakur var fjórði samt miklu lélegri. Nýtingin, sem hafði verið skuggalega há hjá báðum liðum lækkaði um nokkur prósentustig og Cavs fengu á sig 7 turnover í fjórðunginum. Hjá Magic var einnig ekkert að ganga og góður leikur McGrady hélt þeim í leiknum. Þegar 46 sekúndur voru eftir setti Carlos Boozer niður layup og jafnaði leikinn. Magic fengu fjögur tækifæri í næstu sókn til að skora en öll skotin geiguðu og Boozer tekur frákast þegar örfáar sekúndur eru eftir. Cavs taka leikhlé til að stilla upp fyrir seinasta skotið en það leikkerfi endar með því að centerinn Tony Battie tekur skot rétt innan við þriggja stiga línuna og klúðrar því. Þetta er hlutur sem maður hefði þurft að sjá í sjónvarpi, maður skilur ekki af hverju Battie tekur skotið þegar góðar skyttur eins og Kevin Ollie, J.R. Bremer og auðvitað LeBron James eru þarna. En jæja, eins og sést og hefur áður verið skrifað fór leikurinn í framlengingu.
Miðað við gengi leiksins bjóst maður við frábærri framlengingu og maður var búinn að koma sér vel fyrir með popp og gos tilbúinn að fylgjast með spennandi…stötsum. En hvað gerist? Jú, Juwan Howard sem lítið hafði gert í leiknum, var fyrir framlenginguna með sömu crappy nýtinguna og hann hefur haft í vetur, tekur flipp og skorar 8 fyrstu stig Magic, þegar framlengingin er hálfnuð er staðan í henni: Cavs 4 - Howard 8. Við það virðist sem leikmenn Cavs gefist algjörlega upp og þeir hættu algjörlega að skora, reyndu fjóra þrista en allir geiguðu. T-Mac bætti svo við tveimur þristum og Strickland skoraði úr báðum vítunum sem hann fékk og Magic vinna framlenginuna 16-4. Lokastaða 113-101.
Maður leiksins: Tracy McGrady
T-Mac átti einn sinn besta leik í ár, hann skoraði 41 stig tók 8 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Einnig var hann með 3 stolna bolta og aðeins 1 tapaðan á 49 mínútum. T-Mac stjórnaði leik Magic frábærlega og sýndi það að hann er mjög góður leiðtogi. Þrátt fyrir að skora 41 stig fann hann einnig samherja sína og þegar liðið var að spila illa hélt hann því uppi. Það virðist vera jólahefð hjá Tracy að eiga stórleik því á seinustu jólum var hann með 46 stig.
Hjá Cleveland átti LeBron frábæran leik, 34 stig og 6 stoðsendingar. Það eina slæma við leik hans voru 8 tapaðir boltar. Einnig átti Carlos Boozer góðan leik. Hann var með 18 stig og 19 fráköst og var klettur í vörn Cavs. Hann átti mikilvæga körfu þegar hann jafnaði leikinn í lok 4. leikhluta og tók síðan frákastið í næstu sókn.
Orlando Magic eru greinilega búnir að ná sér úr þessum 19 tapleikja öldudal sem þeir voru í því að síðan þeir töpuðu 19. leiknum eru þeir með 7-4 vinningshlutfall. En næsti leikur, á morgun á móti San Antonio verður erfiður því að þeir eru búnir að vinna 11 leiki í röð og ætla líklegast ekki að láta Magic stoppa sig.