Þessi leikur var göngubolti dauðans. Það lá við að menn nenntu varla að hlaupa í sók og vörn enda stutt í jólin og menn kannski(vonandi) annrs huga. En ég tók eftir því strax í byrjun að Orlando spilað 2-3 svæði og voru þeir Howard og MaGrady sem voru undir á meðan Strickland, Giricek og DeClercq sem voru uppi. DeClercq hæfileikalaus, svo það er gott að geyma hann útí horni á meðan hann er inná. En auðvita var hann ekki lengi inná og Gooden leysit hann af og fór undir og MaGrady upp.
Toranto spila eitthvað á milli svæðisvörn og maður á mann vörn, settu tvo á MaGrady svo spilaði restin svæðisvörn. Nokkuð er víst að Orlando eru búnir að finna laustn á þessum vanda. Í annari hverri sókn var spilað sama kerfið. Howard kemur upp á póstinn og gefur skrýn fyrir MaGrady, 2 varnamenn elta MaGrady og Howard tekur snúning niður á við og er gal opinn. Og tekur 2 stiga skot(sem hann air-bolaði OFT). Maður spir sig, af hverju taka Giricek og MaGrady ekki þetta “pikk-and-rol” ? Giricek er þvílík skytta. Ótrúlega vannýttur. Endar er líka MaGrady þarna.
Jæja, en snúum okkur þá af leiknum, þó ég sé búinn að segja frá 70% af gangi leiksinis hérna fyrir ofan, en ég eftir allt þetta sem gekk ekki upp. Sérstaklega hjá Orlando. Byrjum á Howard.
Þetta er ótrúlegur ræfill. Ég hreinlega gafti þegar ég kíkti svo á tölfræðina eftir leikinn. 20 stig og 12 fráköst ? Hvaðan komu öll þessi fráköst ? Hlítur að vera eitthvað rugl á ritaraborðinu. Maðurinn var í tómu rugli allan leikinn. Seinn að hlaupa í vörn, skildi alltaf svæðið sitt opið undir körfunni í vörninni. 40 af þessum 44 stigum sem Totonto skoraði inní teignum voru Howards meginn. Hann var gjörsamlega saltaður í vörninni, reyndar í sókninni líka. Flest öll sóknarfráköstinn sem Toronto náð var útaf því að Howard var annahvort búinn að stinga af í sóknina(halló !!! hann er stóri maðurinn) eða hann var að reynda stiga út manninn sem Gooden var að stíga út, og náði þ.a.l Gooden líka út. Þau fráköst sem hann fekk, þau greip hann ekki, hafði ekkert vald á boltanum. Hann gerði mikið af þessu í fyrri háleik. Svo er það sókninn, hann klúðraði nú ekki mikilu þar, aðalega vegna þess hversu einhvæfur sóknaleikurinn var, “pikk-and-rol-ið”. En eins og ég sagði þá air-bolaði hann nokkrum opnum færum, þegar hann fór fast upp þá gugnaði hann alltaf, reyndi að feika allt Toronto liðið upp í loftið áður en hann tók skotið. Held að hann hafi skorað eina körfu undi körfunni, það var fín baráttukarfa hjá honum. En hann vældi svo mikið eftir það, að allur sjarmurinn hvarf að körfunni. En eitt fyndið skeði hjá kallinum. Hann náði sóknarfákasti, mér til mikilla undruna, svo næst póstaði hann manninn upp, bakkaði með hann alveg undir körfuna, svo sneri hann sér við og tók skotið þá skaut hann í spjaldið öfugu meginn. Jæja, nó komið af niðurrakki af Howard, hann hefur víst verið svona allan ferillinn sinn, svo það þíðir ekki að vera sjokkera sig yfir þessu.
MaGrady tók mikið, mikið af skotum, og oft á alveg fáranlegum stöðum, en hann barðist allan tíman og var virkilega grimmu, en hann þarf að vanda skotin sín, og velja þau betur. Svo var eitt annað sem ég tók eftir. Nefið á MaGrady hefur greinilega oft brotnað en nefið á Howard aldrei brotnað. Það sýnir því kannski hvor er meira fyrir alvöru körfubolta.
Gooden var ótrúlegur í leiknum. Þessi maður lofar virkilega góðu. En hann mætti massa sig aðeins meira, þá fyrst verður hann þessi ógnun inní teignum sem hann getur orðið. En svakalega getur hann hoppað. Hann átti þá í 2 troðslum leiksins. Í fyrri troðslunni fekk hann boltan on í kokið af Chris Bosh hjá Toronto(og hann náði aulalegu sóknarfrákasti af Howard). Í seinni tók Gooden þvílíka troðsu eftir að Strickland klikkaði á skot og tróð yfir 3 Toronto menn + Howard sem gerð það enn flottara .
En maður leiksins var Rod Strickland. Hann var einfaldlega besti maðurinn á vellinu. Þegar hann var inná þá rúllaði boltinn ótrúlega vel, og hann stjórnaði sókninni alveg. Allt annað að sjá Orlando spila þega Strickland var inná heldur en þegar Tyron Lue var inná, þá gekk sókni ekkert. Lá við að Lue þorði hreinlega ekki að senda boltann inní boxið á MaGrady eða Howard(skil það reyndar, að hann vilji ekki senda á Howard). En Strickland maður leiksins ekki spurning, enda völdu Orlando aðdáendu hann mann leiksins. Þrátt fyrir að þeir á nba.com hafi fengið það út að Howard hafi verið maður leiksins. Þeir örgglega horft á einhvern annan leik en þann sem ég horfði á.
Snúum okkur núna að Toronto liðinu. En það fór nú alveg ótrúlega lítið fyrir þeirra leikmönnum. Reyndar kæmi mér ekki á óvar að þessi 8 varinn skot hjá Toronto mönnum væru öll eftir skot sem Howard tók. En Chris Bosh var mest áberandi hjá Toronto, saltað Howard í sókninni. Vince Carter týndist alveg í leiknum. Var mjög áberandi í fyrsta leikhlutanum og maður var farinn að gæla við rosa einvígi á milli hans og MaGrady en það varð ekki. Reyndar gerði hann það sama og allir aðrir í kvöld, fór ílla með Howard. Howard ætlaði að taka þessa rosalegu “one-hand” troðslu og var kominn á gott svif þegar Carter kemur þarna og treður boltnaum oní kok á honum. Ég tók ekkert eftir Donyell Marshall þrátt fyrir að hann væri með 19 fráköst og 19 stig, nema það að Howard var alltaf að brjóta klaufalega á honum, auk þess sem Marshall fór ílla með hann í vörninni.
Jæja, ætli ég láti þetta þá ekki nægja. Ég sem Orlando aðdáandi er ánægður með sigurinn, því okkur veitir ekki af þeim, en ég er ekki ánægður með spilamenskuna hjá mínum mönnum.
Helgi Pálsson