Cleveland Cavaliers hafa nú unnið tvo útileiki í röð en fyrsta útisigur Clevelands urðu við áskrifendur vitni að föstudagsnóttina. Höfðu þeir ekki sigrað útileik síðan í Janúar á þessu ári. Cavaliers sigruðu Sixers 88-81 en Sixers léku án Allen Iversons en hann er frá vegna meiðslna í hægri hné. LeBron lék á alls oddi og skoraði 36 stig, en metið hans er 37 í ár. Hitti hann 9 af sínum 19 tveggja stiga skotum og 5 af 7 þristum. Einnig stal hann 4 boltum og gaf 5 stoðsendingar. Mjög skemmtilegt fannst mér að fylgjast með honum en samt leiðinlegt að sjá hvað Cavaliers eru algjörlega háðir þessum 18 ára gutta. Í nótt tóku Bulls á móti Cavaliers í United Center. Staðan var 73-70 eftir 3 leikhluta og tóku þá Cleveland leikinn í sínar hendur og skoruðu 8 fyrstu stigin í leikhlutanum. Skoraði Lebron seinustu 14 stig Cavaliers og átti þá LeBron stóran þátt í sigrinum. LeBron skoraði 32 stig, 10 stoðsendingar, 6 fráköst og 2 blokk. Einnig má benda á að Jordan fylgdist með drengnum úr heiðursstúku og má kannski tengja velgengni Lebrons við það en LeBron er af “jordan kynslóðinni” og fylgdist LeBron grannt með hreyfingum Jordans í gamla daga og prýðir númerið hans Jordans í dag.
Kevin Garnett hefur einnig verið að brillera og stefnir á það að taka MVP af Tim Duncan (sem hefur ekki verið að leika illa). Í þarsíðasta leik átti hann líklega besta leik sinn á ferlinum og skoraði 35 stig, tók “aðeins” 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Í nótt skoraði hann 28 stig, 9 fráköst og varði heil 7 skot. Leiðir hann deildina í “Efficiency” sem er formúla yfir framlag leikmanna til liðsins. Hann er með 24,2 stig í leik, slétt 14 fráköst, 5 stoð og 2,56 blokk.
Það sem mér fannst athyglisverðasta í sambandið við leiki næturinnar var það að algjörlega óþekktur leikmaður Seattle Supersonics, hann Richie Frahm (sem mér finnst skuggalega líkur eiganda Dallas). Frahm var signaður sem free agent í ár af Seattle (líkt og Jón Arnór að ég held) og hafði fengið fáar mínútur og aðeins skoraði 3,2 stig fyrir þennan leik. Fékk hann síðan 32 mín í nótt og verðlaunaði því með 31 stigi, 4 af 4 skotum, 6 af 7 þristum og 5 af 5 vítum.