Eftir nánast hreinan úrslitaleik um 8. sætið í úrslitakeppnina í gær, hafa línur í Epson deildinni tekið að skýrast. Borgnesingar sigruðu nýbakaða bikarmeistara frá Breiðholti í spennuleik. Hið blandaða lið Borgnesinga tók kipp á lokasprettinum, þar sem Warren Peebles fór fyrir sínum mönnum, með brilliant gabbhreyfingum og skemmtilegum sendingum.
Borganes er nú með 18 stig í 8. sæti, en ÍR er í 9. með 16 stig. ÍR eiga útileik gegn föllnum Ísfirðingum og svo heimaleik gegn liði Hauka, sem hefur verið að dala. Borgnesingar eiga eftir erfiðan heimaleik gegn Keflavík, og svo útileik gegn Hamri. Borgarnes á erfiðari leiki. Skallagrímur er með betri útkomu úr innbyrðisviðureignum, hafa unnið báða leiki liðanna.
Spennan er hinsvegar að magnast um hvaða lið verður deildarmeistari. Njarðvíkingar eiga leik til góða á UMFT og Keflavík, en liðin eru öll með 30 stig. Baráttan um efsta sætið er mikilvæg hvað heimaleiki snertir, sérstaklega fyrir UMFT því þeir myndu sleppa við ferðalög, sem þegar til langstíma er litið, geta verið afar þreytandi.