Ég ætla nú aðeins að fjalla um uppáhalds liðið, Philadelphiu 76ers og gengi þeirra í vetur.
Ég gerði mér miklar vonir um þetta lið í vetur. Þeir náðu að næla sér í Glen \“Big Dog\” Robinson og var hann eiginlega það sem þeir þurftu, góðan forward sem gat tekið fráköstin og skorað en Robinson hefur alltaf verið með um 20 stig í leik þegar hann spilaði með Milwaukee. Robinson er stór og sterkur maður, rétt rúmlega 2 metrar og 108 kg og þjónar Philadelphiu mikið betur en hann Keit Van Horn, sem fór til New York. Var ég þá alveg að sjá byrjunar liðið fyrir mér … Iverson og Snow fastir Guardar. Glen Robinson og jafnvel Derrick Coleman myndu taka Forward hlutverkið að sér en Coleman hefur stundum byrjað inná sem Center en 76ers hafa verið í vandamálum með Center undanfarið en Dikembe Mutomdo misstu þeir einnig til New York. Þegar Coleman tæki að sér Centerinn færi þá yfirleitt hann Kenny Thomas oftast í F: hlutverkið en hann er mjög góður frákastari. Samual Dalembert er stærsti maðurinn í liðinu (2.11), hefur byrjað inná sem Center inná en er tilturlega nýkominn inní deildina og þykir ekki góður skorari, en er góður í að verja skotin. Reyndar skoraði hann 13 stig í síðasta leik Sixers, tók 7 fráköst og varði 4 skot. Ég held að hann þurfi bara tíma og æfingu og getur orðið góður Center.
Sixers leiða Atlantshafs riðilinn með 10 sigra af 20. Meiðsli hafa verið að hrjá Sixers liðið og hefur hann Glen Robinson ekki spilað mikið með þeim eða 4 leiki en í þeim skoraði hann 15,5 stig, tók 6,3 fráköst svo að það er mikill missir þar ef að hann fái ekki að spila mikið. Derrick Coleman hefur líka verið í meiðslum og hefur aðeins spilað 10 af 20 leikjum liðsins.
Allen Iverson er höfuð liðsins eins og undanfarin ár og oftast skiptir það öllu máli hvort að hann spili vel uppá það hvort að liðið sigrar eða ekki. Iverson hefur átt mjög marga góða leiki en hinsvegar líka mjög marga mjög slæma. Hann er með 29,1 stig í leik, 3,8 fráköst, 6,3 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Hann tekur mjög mörg skot í leik, um 25-35 skot og nýtingin hjá honum hefur ekki verið góð í ár eða um 40%. Það er það eina sem hann þarf að laga hjá sér. Í sjö leikjum af 20 hefur hann skorað yfir 30 stig og skoraði einu sinni 50 stig (á móti Atlanta).
Eric Snow hefur ekki verið að spila sem best í vetur og hefur stigaskorið hans lækkað um rúm 3 stig og nýtingin úr 45% í 35% frá því í fyrra. Stoðsendingafjöldinn helst sá sami, 6,6 stoðsendingar sem hann er að deila út á hverju kvöldi.
Lokaorðin er sú … ég spái Philadephiu betri gengi en núna EF að þeir ná að halda meiðslunum í lágmarki. Glen Robinson mun koma sterkur inn þegar hann kemur aftur (er ekki viss hvenær það verður).