Nú á dögunum voru Baron Davis og Peja Stojakovic valdnir leikmenn nóvember mánaðar.
Baron Davis er einn af þeim leikmönnum sem hafa komið mest á óvart það sem búið er af tímabilinu og hann hefur bætt sig verulega í næstum öllum tölfræðiþáttum. Stigaskor hans hefur hækkað úr 17,1 í 24,1 og hann er þriðji stigahæsti leikmaðurinn í deildinni. Stoðsendingar hafa hækkað úr 6,4 í 8,4 og hann er einnig þriðji hæsti í þeim. Síðan hefur tala stolna bolta hækkað úr 1,82 í 2,78 sem gerir hann næst hæstan í stolnum boltum í deildinni. Hann hefur verið leiðtogi Hornets sem er með 12-6 vinningshlutfall, það þriðja besta í Austurdeildinni.
Peja Stojakovic hefur verið besti leikmaðurinn í sterku liði Sacramento Kings og leiða þá til 12-4 vinningshlutfall. Hann er með 23,3 stig og 5,8 fráköst að mtl. Hann er búinn að skora 30 stig eða meira í fjórum leikjum hingað til og er með frábæra 3ja stiga nýtingu, .424 (36-85).
Aðrir sem voru tilnefndir sem leikmenn mánaðarins voru þeir Chaunsey Billups - Pistons, Ron Artest - Pacers, Karl Malone - Lakers, Eddie Jones - Heat, Kevin Garnett - Timberwolves, Stephon Marbury - Suns, Allen Iverson - Sixers, Zach Randolph - Portland, Rashard Lewis og Ronald Murray, báðir í Sonics og Andrei Kirilenko - Utah.
Þjálfarar mánaðarins voru þeir Phil Jackson þjálfari Lakers og Rick Carlisle hjá Pacers og svo kemur það líklegast fæstum á óvart að nýliðar mánaðarins voru þeir Carmelo Anthony og LeBron James.
Stór leikmannaskipti voru gerð á dögunum milli Chicago Bulls og Toronto Raptors. Bulls fengu þá Jerome Williams, Antonio Davis og Chris Jeffries en Jalen Rose, Donyell Marshall og Lonny Baxter fóru til Raptors.
Mér sýnist sem að bæði lið hafi grætt á þessu en J. Williams og Davis hafa báðir reynslu og eru líka “teamplayers” og það eru tveir eiginleikar sem ungt og villt lið Bulls þarf á að halda. Toronto þurfti hins vegar að styrkja sóknarleikinn hjá sér, skoruðu aðeins 79 stig í leik, og Marshall og Rose eru tilvaldir leikmenn í það. Marshall var dottinn úr byrjunarliðinu hjá Bulls og þurfti greinilega einhverja breytingu. Hjá Raptors á hann hins vega kraftframherjastöðuna í byrjunarliðinu og hann virðist ætla að finna sig hjá Raptors, í fyrsta leik sínum skorar hann 27 stig, 10-14 skotnýting, 11 fráköst og 5 varin.
Mér finnst samt ólíklegt að Rose muni breyta miklu hjá Raptors. Hann hefur alltaf verið mikill skorari, einnig einspilari en í ár hefur ekkert gengið hjá honum, stigaskorið búið að lækka úr 22,1 í 12,8 og hann virðist bara vera útbrunninn. Honum gekk ekki vel í fyrsta leik sínum hjá Raptors 6 stig og 3-10 í skotum og þrátt fyrir að honum muni líklegast ganga betur í næstu leikjum tel ég ólíklegt að hann muni breyta miklu hjá Raptors.
Síðan er Shaquille O'Neal að fara að snúa aftur í bíóhúsin, það hefur nefnilega verið ákveðið að gera framhald af Blue Chips, sem að Shaq, Anfernee Hardaway og Nick Nolte léku í. Hún var líklegast skásta mynd Shaq en hún fjallaði um þjálfara (Nick Nolte) í háskólakörfuboltanum og Shaq og Penny voru nýliðar í liðinu. Framhaldsmyndin fjallar um þá á öðru tímabili þeirra í háskóladeildinni. Þá er bara að vona að hann fari ekki líka að gera framhald af hinni hræðilegu Kazaam.
Annar NBA leikmaður er líka að fara að leika í kvikmynd. Nýliðinn Carmelo Anthony er að fara að leika aðalhlutverkið í mynd sem mun heita “Playground” og er um körfuboltageníus í miðskóla sem er kallaður “Playground”. Aðrir NBA leikmenn munu vera í aukahlutverkum, þ.á.m. nýliðarnir Chris Bosh og Dwayne Wade.