
Hann hefur átt ágæta byrjun á tímabilinu með Denver Nuggets. Liðið hefur spilað vonum framar og sigrað 10 af 16 leikjunum þeirra, mun betur en Cavaliers, liðið hans Lebron James. Carmelo hefur ekki verið að hitta mjög vel utan af vellinum, aðeins 38% nýtingu úr “field goal” og 30 % utan þriggja stiga línunnar. Er með 17,4 stig á leik og 6,9 fráköst.
Ég get ekki séð neina ástæðu til þess að fólk sé endalaust að bera Lebron James og Carmelo Anthony saman og gera mikið úr viðureignum þeirra og gera þær að “einvígum”. Reyndar eru þeir svipað stórir (nákvæmlega jafn stórir að ég held) en Lebron er þyngri og massaðri. Lebron hefur verið að gefa mun fleiri stoðsendingar en Carmelo og spilar Guard stöðuna en Carmelo spilar sem Forward, enda hefur hann Lebron verið líkt við Jordan, báðir hávaxnir dribblarar, miklir troðarar.
Hver veit hvað Carmelo nær að gera með þetta Denver lið en ljóst er að eitthvað hefur breyst fyrst að liðið hefur unnið meðal annars meistarana San Antonio, Sacramento, Cleveland, Milwaukee og Dallas svo að dæmi séu nefnd. Gaman að sjá að litli stubburinn hann Earl Boykins (165 cm) hefur fundið sig ágætlega í ár og er með 13 stig í leik, miðað við 8,8 í fyrra og 4,1 í hittí fyrra. Stigaskorið hjá Denver hefur líka dreifst mjög vel, 5 leikmenn með yfir 10 stig í leik og stigahæsti með 17 stig.
Lebron og Carmelo mætast í nótt í öðrum leik liðanna en fyrri leikinn unnu Denver 93-89