
Svo að þetta tímabil var svona … hálfgerð comeback tilraun hjá honum.
Alonzo kom var draftaður annar, eftir Shaq tímabilið 1992-1993af Charlotte Hornets. Hann var þekktur sem rosalegur varnarmaður og sterkur leikmaður. Leikmenn urðu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ætluðu að mæta Mourning inní teig. Sem nýliði skoraði hann 21 stig, tók 10,3 fráköst og varði 3,47 skot sem er ekki slæmt miðað við nýliða. Var valinn í All-Rookie first team. Sjö sinnum í stjörnuleiknum, tvisvar sinnum varnarmaður ársins og vann Gullverðlaun á Ólympíu leikunum með Bandaríkjunum árið 2000.
Mourning var greindur með þennan nýrnasjúkdóm árið 2000, og þarf hann bráðlega að fá gefins nýru/nýra.
Mourning endaði ferilinn með 20 stig í leik, 9,7 fráköst og 2,98 varin skot. Sorglegt að sjá þennan leikmann þurfa að hætta, stórkoslegur leikmaður.