Á mánudaginn samþykkti stjórn NBA-deildarinnar tillögur um breytingu á fyrirkomulagi deildarinnar. Ástæða þess er sú að liðunum verður fjölgað á næsta ári, 30. liðið, Charlotte Bobcats kemur inn í deildina. Eins og flestir vita var deildinni skipt í Austur- og Vesturdeild, og síðan tveir riðlar í hvorri deild. Í austrinu var Atlantshafsriðill(Atlantic) og Miðriðill (Central) en í vestrinu Kyrrahafs- (Pacific) og Miðvesturriðill (Midwest). Núna bætist hins vegar við í austrinu Suðausturriðill og Miðvestrið breytist í tvo riðla, Suðvestur- og Norðvesturriðil.
Bobcats fara í Austurdeildina, í Suðausturriðil en New Orleans Hornets færist úr Austrinu yfir í Vestrið, Suðvesturriðil. Eins og margir vita þá var Hornets áður í Charlotte borg en var fært til New Orleans fyrir 2001-02 tímabilið vegna lélegrar stöðu í fjármálum og einnig voru áhorfendur næstum hættir að láta sjá sig á heimaleikjum.
Hérna kemur svo riðlaskiptingin og í sviga stendur í hvaða riðli liðið er í dag.
Austurdeildin:
Atlantshafsriðill: Boston Celtcs(Atlantshafsr.), New Jersey Nets(Atlantshafsr.), New York Knicks(Atlantshafsr.), Philadelphia 76ers(Atlantshafsr.), Toronto Raptors(Miðr.).
Suðausturriðlill: Atlanta Hawks(Miðr.), Charlotte Bobcats(…), Miami Heat(Atlantshafsr.), Orlando Magic(Atlantshafsr.) og Washington Wizards(Atlantshafsr.).
Miðriðill: Chicago Bulls(Miðr.), Cleveland Cavaliers(Miðr.), Detroit Pistons(Miðr.), Indiana Pacers(Miðr.) og Milwaukee Bucks(Miðr.).
Vesturdeildin:
Suðvesturriðill: Dallas Mavericks(Miðvesturr.), Houston Rockets(Miðvesturr.), Memphis Grizzlies (Miðvesturr.), New Orleans Hornets (Miðr.) og San Antonio Spurs(Miðvesturr.).
Norðvesturriðill: Denver Nuggets (Miðvesturr.), Minnesota Timberwolves (Miðvesturr.), Portland TrailBlazers (Kyrrahafsr.), Seattle SuperSonics (Kyrrahafsr.) og Utah Jazz(Miðvesturr.).
Kyrrahafsriðill: Golden State Warriors (Kyrrahafsr.), Los Angeles Clippers (Kyrrahafsr.), Los Angeles Lakers (Kyrrahafsr.), Phoenix Suns (Kyrrahafsr.) og Sacramento Kings (Kyrrahafsr.).
Nokkrar breytingar eru á leikfyrirkomulaginu. Hérna fyrir neðan eru þær.
- Leikin er tvöföld umferð innan riðilsins.
- Leikið er þrisvar eða fjórum sinnum gegn liðum sömu deildar, þ.e. liðunum í hinum riðlunum.
- Leikið er heima og heiman gegn liðunum í hinni deildinni.
- Sigurvegarar riðlanna tryggja sér sæti í úrslitakeppninni
- Liðin fimm, fyrir utan sigurvegara riðlanna, sem hafa besta vinningshlutfallið komast í úrslitakeppnina óháð stöðu í riðli.
- Heimavallarrétturinn í úrslitakeppninni kemur sömuleiðis til með að ráðast af vinningshlutfalli.
Svo er bara spurningin, mun þetta nýja fyrirkomulag fúkkera, mun Austrið/Vestrið styrkjast eitthvað við þetta. Hvað haldið þið…
Allavega tel ég að þetta muni ekki breyta neinu í sambandi við yfirburði Vesturdeildarinnar.