Enn tapa Orlando Orlando Magic hafa ekki átt bestu byrjunina á þessu tímabili en stóðu þeir sig ágætlega á síðasta tímabili en misstu Darrel Armstrong fyrir stuttu til New Orleans. Af þeim sex leikjum sem þeir hafa spilað það sem af er hafa þeir aðeins unnið einn leik, en það var í framlengingu við New York Knicks og unnu með 2 stigum. Síðan hafa þeir tapað við New Orleans (2 stigum), Detroit (11 stigum), New York(7 stigum), Chicago (6 stigum) og síðan leikurinn í nótt en þar mættu þeir Minnesota. Leikurinn endaði 100-71 og skoraði Tracy McGrady aðeins 4 stig sem er lægsta sem hann hefur skorað síðan hann kom í deildina. Þessu slaka gengi má kannski kenna slakri vörn en í 3 af þessum 6 leikjum hafa þeir fengið 100 stig eða meira á sig. Nýtingin er reyndar ekker heldur til þess að hrópa húrra yfir en þegar þeir töpuðu við New York nýtti Magic aðeins 25% skota liðsins. Menn spurja bara … hvað er í gangi þar á bæ.

Carmelo Anthony, nýliði Denver Nuggets átti góðan leik fyrir liðið í nótt en það var ekki nóg því að Nuggets töpuðu fyrir Clippers, 104-102 í framlengdum leik. Carmelo skoraði 30 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Er þetta hæsta skorið hans á árinu og þykir það nokkuð gott að nýliði setur niður 30 stig. Corey Maggette átti góðan leik fyrir Clippers, 29 stig og 10 fráköst. Lebron James skoraði 23 stig fyrir Cavaliers en það var ekki nóg því að þeir töpuðu með einu stigi fyrir Indiana Pacers.

Já eins og ég nefndi þá unnu Indiana Pacers og hafa þeir átt mjög góða byrjun. Unnið 5 af þeim 6 leikjum þeirra. Þeir hafa unnið, Detroit, Atlanta, Denver, New Jersey og síðan Cavaliers í nótt. Skorið hefur dreifst mjög vel hjá þeim en stigahæstur er Ron Artest með 19,3 stig síðan kemur Jermaine O'Neal með 18 stig á leik. Jermaine hefur átt mjög góða byrjun, 18 stig á leik, 11,2 fráköst og 4 varin skot sem er MJÖG gott.

Allen Iverson átti svagalegan leik með Sixers í nótt þegar Sixers unnu Bulls 106-85. 33 stig, 11 stoðsendingar og 8 stolnir boltar hjá honum.

Lakers töpuðu fyrsta leik sínum í nótt á móti New Orleans … 114-95 fyrir New Orleans og mátti maður alveg búast við því. Lakers höfðu farið í gegnum tvöfallda fram. fyrri kvöldið og voru þá væntanlega ekki alveg fullstemmdir þegar þeir mættu þeim í nótt. Baron Davis var besti maður New Orleans eins og búast mátti við … 23 stig og 12 stoðsendingar.