Tracy er fínn leiðtogi þegar kemur að því að rífa liðið upp úr drullunni í leikjum. En eins og með alla aðra á hann sína slæmu daga. Það virðist vera að rigna yfir hann súru regni og hann er eitthvað tilvistarkreppu greyið. Kannski ekki skrítið að maður sem er með þetta stóran samning og nái aldrei að koma liðinu gegnum 1st round og á lélega byrjun á tímabili eftir að hann varð stigakóngur, eigi erfitt þegar svona illa gengur. Ekki margir aðrir í deildinni sem eru með heilt lið á öxlunum (Kobe lovers: Kobe hefur Shaq, Payton og Malone til að taka við ef hann strögglar).
En hvað varðar leiðtogann í búningsklefanum, þá er hann því miður ekki í liðinu lengur. Darrell var, eins og ég sagði, klappstýran og skapi leikmanna í eðlilegu formi og peppaði alla upp. Meina, maðurinn drakk kaffi með 2-3 matskeiðum af sykri útí og 10 Hershey´s súkkulaðikossa í hálfleik. Hann var bomba þó hann hafi ekki verið súperstjarna, en þá var hann soldill peppari. Tracy reynir eins og hann getur að peppa sína menn upp, en við verðum líka að muna að þegar mikið reynir á menn og álagið mikið, þá lokast menn oft inni í eigin erfiðleikum og eiga erfitt með að einbeita sér að liðsheildinni. Það er sjálfsagt það sem er í gangi með Tracy núna. Hann er ekki að skjóta á körfuna, í einum leiknum skaut hann eingöngu 10 sinnum, sem er sorglega lítið, enda töpuðu þeir leiknum stórt. Það er eins og hann hafi ekki lyst á að skjóta eða hreinlega hafi ekki kjarkinn í það í augnablikinu. Eitthvað er álagið að fara illa í manngreyið.
Doc Rivers er ekki teknískur þjálfari. Hann er ekki mikill leikkerfakall. Hann er hins vegar hraðapeppari og vill að menn leggi sig almennilega fram, hann hefur svotil góð sálræn tök á sínum mönnum, en hann skortir tæknikunnáttuna finnst mér stundum. En sem þjálfari fyrir svona ungt lið er hann fullkominn, enda eru þessir strákar ekki vanir leikkerfum í NBA boltanum og kunna ekki mikið á boltann og því er leikstíll Rivers góður fyrir þá til að aðlagast NBA rólega og eðlilega. Þá fá þeir kannski meiri séns á að skilja leikinn betur heldur en ef þeir hefðu lent á mjög teknískum þjálfurum. Þó svo að Doc sé ekki teknískur, þá er hann harður við sína menn. Hann hikar ekki við að skamma þá eða láta í sér heyra. En við vitum að þessi deild er hörð og ef tímabil eftir tímabil eru vonbrigði þá styttist í að þjálfarar fjúka. Orlando eru að halda upp á 15 ára afmæli sitt í ár og er Doc að hefja sitt fimmta þjálfunarár sem gerir hann, ef ég man rétt, langlífasta þjálfarann í sögu Orlando. Spurning hvort það sé honum til góðs eða ekki. Ég persónulega vona að Doc verði ekki látinn fara enda hef ég trú á því að þegar hann verður orðinn vanur til sjós þá mun hann verða öflugur þjálfari. Ég veit að mörg lið hafa reynt að ná í hann í sumar, þar á meðal Atlanta, Houston og New York, en hann ákvað að fara ekkert og vera áfram hjá Orlando, enda vill hann að liðið nái langt.
Einn góður punktur varðandi trú Docs til Orlando Magic: John Gabriel gaf Doc Rivers leyfi í sumar til að skoða aðra staði, önnur lið. Þegar hann var spurður af hverju hann gerði þetta þá sagði hann einfaldlega að ef þjálfari vill skoða aðra möguleika þá er trú hans á liðinu ekki nægilega góð til að halda honum sem þjálfara. Doc hafnaði honum strax þegar hann bauð honum þetta, enda vill hann byggja Orlando upp. Þess vegna líkar mér vel við Doc. Margir hafa sagt honum að flýja þetta place sem kallast Orlando, enda vonlaus staður til að byggja upp NBA lið að þeirra mati. Doc hefur alla tíð hrisst það af sér og sagst vera stoltur af því að vera þjálfari þessa liðs. You catch my drift?
Já, brottför Mike Miller hafði mikil áhrif á Tracy. Mike og Tracy voru og eru enn miklir vinir og það var víst mikið taugaáfall fyrir þá báða þegar símhringin barst frá John Gabriel og sagt að Drew Gooden og Gordan Giricek væru á leið til liðsins, í skiptum fyrir Mike. Það sorglega er og það sem gerði þetta gersamlega niðurdrepandi fyrir þá báða var HVENÆR símtalið barst. Þeir voru að halda upp á afmæli Mikes heima hjá honum og voru bara í góðu glensi. Það þarf ekki að segja meira, fjörið varð að andlegri jarðarför fyrir þá. Þetta tók á hjá þeim báðum s.s, en Tracy sagði í viðtali stuttu seinna að hann þekkir ekki þessa nýju menn (Drew og Gordan) og að þeir eru ekki í ónáð hjá honum, en hann ætlaði að gefa þeim séns enda vissi hann að tímar breytast og lið gera það líka. Hann einfaldlega þurfti að sætta sig við þetta, sem hann gerði, enda er þetta íþrótt þar sem allt getur gerst.
Varðandi Grant Hill, þá held ég að þetta mál hans hafi svolítið neikvæð áhrif á liðið. Menn eru alltaf að bíða eftir stóru stundinni, þegar Grant Hill verður kynntur inn á völlinn og stóru hlutirnir fara að gerast. En kannski er þessi von bara daufur draumur sem aldrei mun rætast. Fjórar aðgerðir og mikil endurhæfing, þetta er ekki eitthvað sem lofar góðu upp á framtíð hans, því miður. Ég vildi óska að Grant nái sér og geti spilað aftur, enda hef ég alveg óendanlega mikla samúð með honum, frábær leikmaður og algjör fyrirmyndarmaður utan vallar sem og á honum. Það væri eflaust þannig lagað séð best, ef Hill er það mikið skaddaður, að hann bara hætti. Það er sárt að segja þetta enda vildi ég óska að hann gæti snúið aftur. En þessi daufa von er líka að brjóta liðið niður andlega, sérstaklega Tracy. Maðurinn sem var tekinn inn í liðið með honum og áttu saman að byggja sterkan hóp er ekki til staðar, hefur aldrei verið það (nema takmarkað, 48 leiki) og kannski verður það aldrei. Sárt þegar menn áttu sér stóra drauma.
En hvernig sem þetta tímabil fer, þá ætla ég ekkert að yfirgefa mitt lið. Ég hef upplifað sætt og súrt með þeim og ef það gerist aftur þetta árið þá verður það þá bara þannig.
Ég er undir það búinn ;)
Þetta er undirskrift