
Sem sagt það tók Lakers 4 STJÖRNU-leikmenn og 2 framlengingar til þess að vinna Spurs liðið sem vantaði 2 lykilmenn. Manu Ginobli átti jafnframt besta leik sinn með spurs liðinu en það var ekki nóg. 33 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar varð niðurstaðan hjá honum. Shaq og Kobe áttu frábæra leiki og skoruðu þeir samtals 72 stig af 120 stigum Lakers. Shaq með 35 stig, 20 fráköst, 6 stoðseningar og 4 varin skot sem er MJÖG gott mál. Kobe 37 stig, 16 af 29 skotum sem er mjög góð nýting. Auk þess tók hann 5 fráköst og stal 4 boltum. Aðeins einn af þeim 6 varamönnum Lakers skoruðu sem er bara einfallt dæmi um slakan bekk hjá þeim. Malone var með 15 stig og 19 fráköst sem þykir mjög góður leikur. Payton með 16 stig, 7 fráköst og 6 stoðseningar. Þetta byrjunarlið Lakers manna er skuggalega gott enda búnir að vinna alla sína leiki í vetur.
Alveg ótrúlegt að Spurs héldu í Lakers allan tímann og spiluðu án þeirra bestu manna.